Félagsmiðstöðin Boran óskar eftir starfsfólki í hlutastörf
Boran er opin á mánudögum 20-22, miðvikudögum 17:30-22:00 og föstudögum 20-23 (annan hvern föstudag til 22)
Í Borunni er lögð áhersla á starf með unglingum á aldrinum 10-16 ára sem byggir á hornsteinum lýðræðis. Markmiði starfsins er að auka vellíðan og ánægju, efla þroska og auka víðsýni.
Í félagsmiðstöðinni Borunni á starfið að skipta máli fyrir einstaklinginn og samfélagið í kringum hann. Reynt er að hafa úrval afþreyinga, uppákoma og viðburða með það að markmiði að auka vellíðan og ánægju, efla þroska og auka víðsýni. Starfsmenn gera sér grein fyrir því að þetta er frítími unglinganna og starfið felst í því að auka úrval afþreyingar og hafa afdrep fyrir þau þegar þeim hentar.
Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar aðstoðar við val á afþreyingu. Þess vegna er mikilvægt að það búi yfir þeirri reynslu sem þarf til að veita unglingunum ráðgjöf og athygli eftir umfangi verkefnanna.
Hæfniskröfur:
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af starfi með unglingum æskileg
- Hæfni til að vinna sjálfstætt
- Hreint sakavottorð
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Guðmundur Stefán Gunnarsson
gudmundurs@vogar.is
Umsóknarfrestur er til 25.ágúst, æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst.