Ertu með ábendingu um bætt umferðaröryggi?

Sveitarfélagið leitar nú til íbúa sveitarfélagsins með því að opna ábendingavef um bætt umferðaröryggi. Þar er hægt að senda inn ábendingar um varasama staði og hindranir í gatnakerfi og á göngu- og hjólastígum.

Virk þátttaka íbúa skiptir máli og ábendingar íbúa eru mikilvægur grundvöllur fyrir bætt umferðaröryggi. Ábendingar sem verða sendar inn nýtast við gerð umferðaröryggisáætlunar sveitarfélagið, áætlunin mun birtast á vefgáttarformi.

Smellið á hlekkinn hér fyrir að neðan til að fara inn á ábendingavefinn. Til að senda ábendingu smellið ofarlega Í hægra horninu efst á ábendingavefnum „Senda ábendingu“. Ábendingavefurinn verður opinn til og með sunnudagsins, 19. júní 2022.

 

ÁBENDINGAVEFUR