Safnahelgi á Suðurnesjum, sem fram fer 16.-17. október, er árlegur viðburður þar sem söfn, sýningar og menningarstofnanir bjóða gestum í heimsókn. Fjölbreytt dagskrá er í boði alla helgina og ókeypis aðgangur á alla staði.
Duus Safnahús taka vel á móti gestum um helgina. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði og sjö ólíkar sýningar á vegum Listasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar. Á dagskránni eru leiðsagnir, fjölskylduratleikur og tónleikar.
- Léttur ratleikur fyrir fjölskylduna alla helgina.
- Leiðsögn um Formheim Bjargar Þorsteinsdóttur laugardag kl: 15.
- Leiðsögn MULTIS um sýninguna FJÖLFELDI – HLUTFELDI – MARGFELDI, sunnudag kl. 14.
- Tónleikar með hljómsveitinni FLOTT, sunnudag kl: 15.
Þá hvetjum við ykkur til að kynna ykkur hvað önnur söfn í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum bjóða upp á en óhætt er að segja að það verður líflegt á öllum stöðum. Allt um dagskrána á safnahelgi.is
Hlökkum til að sjá ykkur. Opið alla helgina frá 12-17
Ókeypis aðgangur á Safnahelgi.
|