Suðurnesjabær hefur samið við Dale Carnegie um þjálfun á ungu fólki. Námskeiðið verður haldið í Félags-miðstöðinni Eldingu og er fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 15 ára (8. til 10. bekk) búsett í Suðurnesjabæ og Vogum.
Ókeypis kynningarfundur fyrir börn og foreldra verður haldinn á netinu 27. janúar kl. 19.
Skráning á kynningarfundinn á dale.is/ungtfolk
Þetta er krefjandi og skemmtilegt námskeið sem ýtir undir frumkvæði, eflir leiðtogahæfileika og eykur sjálfstraust þátttakenda. Að hafa jákvæða sjálfsmynd og trú á sjálfan sig hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og í dag með síauknum samanburði við jafnaldra. Á þessu námskeiði lærum við að þekkja okkur sjálf betur, setja okkur markmið og þjálfum færni sem gerir okkur kleift að ná þeim. Nánar um námskeiðin á dale.is
Skráning á námskeiðið: https://island.dale.is/ungtfolk/dale-fyrir-13-15-ara/
Skráning á ókeypis kynningu fyrir börn og foreldra: www.dale.is/ungtfolk