Dagskrá upplýsingafundar Almannavarna og Sveitarfélagsins Voga

Í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi verður haldinn upplýsingafundur Almannavarnarnefndar Suðurnesja í samstarfi við Sveitarfélagið Voga á morgun fimmtudaginn 26. september. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal, Tjarnargötu 2, Vogum og hefst klukkan 20:00.  Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum og gefa íbúum, atvinnurekendum og öðrum hagaðilum tækifæri til að bera fram spurningar.

Dagskrá:

Auk bæjarstjóra sem mun flytja ávarp í upphafi fundar munu fulltrúar etirfarandi stofnana flytja erindi á fundinum og sitja fyrir svörum:

  • Veðurstofa Íslands
  • Umhverfisstofnun
  • Vegagerðin
  • HS veitur
  • Náttúruhamfaratrygging Íslands

Einnig munu fulltrúar viðbraðgsaðila vera á staðnum til að svara spurningum, þ.e. fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og Almannavarnarsviðs Ríkislögreglustjóra.

Fundarstjóri verður Víðir Reynisson sviðstjóri Almannavarnarsviðs Ríkislögreglustjóra

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi: Hlekkur á beint streymi