Fjölskyldudagar er loksins gengnir í garð! Einhverjar smávægilegar breytingar hafa átt sér stað eftir að dagskrá var prentuð.
Uppfærða dagskrá má nálgast hér.
Það verður mikið fjör og er dagskráin sneisafull af skemmtilegum uppákomum fyrir alla aldurshópa fram á sunnudag.
Í dag miðvikudag, er markaður hjá Félagi eldriborgara, Golfmót hjá Golfkúbbnum Keili og síðast en ekki síst knattspyrnuleikur þar sem Þróttur mætir KV á okkar heimavelli. Hvetjum við alla til að fjölmenna á völlin og styðja okkar fólk.
Næstu daga er svo mikið um að vera, má þar nefna hverfaleikana, BMX brós sem sýna við Lions húsið, Hamborgaragrill, Brekkusöngur, Leikhópurinn Lotta, bubbluboltar, hoppukastalar, hringekja og margt, margt fleira.
Jafnframt verður sannkölluð tónlistarveisla um helgina þar sem þjóðþektir listamenn stíga á stokk og ekki má gleyma flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Skyggnis en sú sýning hefur skapað sér fastan sess í dagskrá fjölskyldudaga.