Dagskrá bæjarstjórnarfundar

219. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 24. apríl 2024 og hefst kl. 18:00.

Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá:

Almenn mál

1. 2403056 - Lántaka hjá Lánasjóði Sveitarfélaga - Apríl 2024

Tekið fyrir 4. mál af dagskrá 398. fundar bæjarráðs sem haldinn var 17.4.2024: Lántaka hjá Lánasjóði Sveitarfélaga - Apríl 2024

2. 2403003 - Viðaukar 2024

Tekið fyrir 4. mál af dagskrá 397. fundar bæjarráðs frá 3. apríl 2024: Viðaukar 2024

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024

Beiðni um aukið stöðuhlutfall í Frístund

Mál nr. 2401012

Á 392. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni skólastjóra um viðbótar stöðugildi í frístund. Áætlaður kostnaðarauki vegna launa og launatengdra gjalda á árinu 2024 nemur 3,65 m.kr. Lagt er til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Rekstur leikskóla 2024 og opnun nýrrar deildar

Mál nr. 2403002

Í minnisblaði leikskólastjóra sem lagt var fram á 395 bæjarráðs kemur fram áætluð mönnunarþörf vegna nýrrar deildar. Áætlaður kostnaður við laun og launatengd gjöld nema samtals 23 m.kr. á árinu 2024. Lagt er til að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Á 395. fundi bæjarráðs var samþykkt verkefnis- og kostnaðaráætlun vegna mats á húsnæðisþörf í skóla- og frístundaumhverfi Voga til næstu framtíðar. Heildar kostnaður vegna verkefnsins er áætlaður 2,5 m.kr. og er lagt til að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

3. 2403055 - Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts

Tekið fyrir 10. mál af dagskrá 397. fundar bæjarráðs frá 3. apríl 2024: Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram drög að reglum um styrki til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, auk minnisblaðs bæjarstjóra.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum drögum til staðfestingar í bæjarstjórn.

4. 2404066 - Ársreikningur 2023

Tekið fyrir 3. mál af dagskrá 398. fundar bæjarráðs frá 17. apríl 2024 - Ársreikningur 2023

Lilja Dögg Karlsdóttir og Steinunn Árnadóttur endurskoðendur hjá KPMG fóru yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi sveitarfélagsins 2023

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísar ársreikningi Sveitarfélagsins Voga 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

5. 2401067 - Kirkjuholt lóðaúhlutun 2024

Tekið fyrir 9. mál úr fundargerð 398. fundar bæjarráðs frá 17.apríl 2024: Kirkjuholt lóðaúhlutun 2024

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilboð Eignarhaldsfélagssins Norma ehf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn:

Kirkjugerði 2-4: 11.000.000 kr.

Aragerði 5: 11.200.000 kr.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa lóðir við Tjarnargötu 9 og 11 að nýju.

6. 2205002 - Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

Tekið fyrir 2. mál af dagskrá 59. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var 16.04.2024: Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

Tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu í samræmi við 1. mgr 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir tillögur að svörum umsagna en engar athugasemdir bárust. Nefndin telur umsagnirnar ekki gefa ástæðu til breytinga á deiliskipulagstillögu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagstillöguna skv. áðurnefndum greinum skipulagslaga nr. 123/2010.

Ómar Ívarsson frá Landslag ehf. sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fundargerðir til kynningar

7. 2403002F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 59

8. 2403009F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 397

9. 2404001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 398

10. 2404002F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 113

 

22.04.2024

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri.