Dagskrá bæjarstjórnarfundar

231. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 26. mars 2025 og hefst kl. 17:30.

Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá

Mál til kynningar

1.  2503023 - Samþykkt um umgengni og þrif utanhús á starfssvæði HES

Tekið fyrir 7. mál úr fundargerð 442. fundar bæjarráðs þann 19.03.2025: Samþykkt um umgengni og þrif utanhús á starfssvæði HES.

Lögð fram drög að samþykkt um umgengni og þrif utanhúss á starfssvæði HES.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða samþykkt um umgengni og þrif utanhúss á starfsvvæði HES og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn og kynningar í umhverfisnefnd.

 

2.  2501010 - Aðal- og deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101

Tekið fyrir 3. mál úr fundargerð 68. fundar skipulagsnefndar þann 20.03.2025: Aðal- og deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101.

Tekin er fyrir deiliskipulagstillaga vegna Hafnargötu 101 að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Engar athugasemdir komu við forkynningu skipulagssins. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulaga nr 123/2010.

 

3. 2503030 - Grænaborg - Deiliskipulagsbreyting í Staðarborg

Tekið fyrir 4. mál úr fundargerð 68. fundar bæjarráðs þann 20.03.2025: Grænaborg - Deiliskipulagsbreyting í Staðarborg.

Grænabyggð ehf. óskar eftir deiliskipulagsbreytingu á lóðunum Staðarborg 1-25 (oddatölur) og Staðarborg 2-12 (sléttar tölur). Sú breyting er lögð til að lóðum ofan Staðarborgar verði fækkað úr tólf í níu. Innan hvers byggingarreits verði heimilt að byggja sex íbúða fjölbýlishús í stað fjögurra íbúða rað- eða fjölbýlishúsa. Byggingar eru eftir sem áður á tveimur hæðum. Við Staðarborg 13-25 er lagt til að heimilað verði að byggja tvö fimm íbúða raðhús og tvö sex íbúða raðhús á einni hæð, í stað fjögurra íbúða rað- eða fjölbýlishúsa á tveimur hæðum. Númeraröð breytist í samræmi við breytingar á lóðunum. Fjöldi íbúða eftir breytingu er óbreyttur þ.e. 76 íbúðir alls.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipulagssviði að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og að fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 gegn því að ekki berist umsagnir sem gefi tilefni til breytinga á áformunum.

 

4.  2503003F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 422

5.  2502006F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 421

6.  2503001F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68

7.  2503002F - Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 113