Dagskrá bæjarstjórnarfundar

230. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 26. febrúar 2025 og hefst kl. 17:30.

Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá

Mál til kynningar

1.  2502009 - Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025

Drög að frumvarpi um Jönfnunarsjóð sveitarfélaga lögð fram til umsagnar. Innviðaráðuneytið hefur ákveðið að framlengja samráðsfrest til kl. 12:00, miðvikudaginn 5. mars nk.

Almenn mál

2.  2412009 - Samkomulag - Hafnargata 101

Tekið fyrir 10. mál á dagskrá 420. fundar bæjarráðs þann 19.02.2025: Samkomulag - Hafnargata 101.

Lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu við Hafnargötu 101. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.

Birgir Örn Ólafsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða drög að samningi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn

3.  2501006 - Lóðarleigusamningar fyrir hesthúsahverfi

Tekið fyrir 8. mál á dagskrá 420. fundar bæjarráðs þann 19.02.2025: Lóðarleigusamningar fyrir hesthúsahverfi.

Lögð fram að nýju drög að nýjum lóðarleigusamningum í hesthúsahverfi auk minnisblaðs verkefnastjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði situr fundinn undir þessum dagskrárlið

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögur að nýjum lóðaleigusamningum í hesthúsahverfi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn

4. 2501010 - Aðal- og deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101

 Tekið fyrir 3. mál á dagskrá 67. fundar skipulagsnefndar þann 18.02.2025: Aðal- og deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101.

Lögð er fyrir breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag við Hafnargötu 101. Um sömu landnotkun er að ræða og áður en aukið byggingarmagn í aðalskipulagi og útfærslu mannvirkja í deiliskipulag og frekari skilmálum lóðarinnar.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag við Hafnargötu 101. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málið fái málsmeðferð sem óveruleg aðalskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 36. gr. og nýtt deiliskipulag verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt.

5.   2502022 - Kosning í ráð og nefndir 2025

Lögð fram tillaga að breytingu á skipan í frístunda- og menningarnefnd. Sædís María Drzymkowska hefur flutt úr sveitarfélaginu og víkur því sæti úr nefndinni.
Í hennar stað er lagt til að tilnefnd verði Björg Ásta Þórðardóttir og hún verði jafnframt varaformaður nefndarinnar.

Fundargerðir til kynningar

6.  2502003F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 420

7.  2501006F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 419

8.  2502002F - Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 112

9.  2501005F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 121

10.  2412006F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 96