226. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 30. október 2024 og hefst kl. 17:30.
Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu
Tekið fyrir 1. mál á dagskrá 411. fundar bæjarráðs þann 18.10.2024: Starfslok bæjarstjóra
Lagt fram erindi frá bæjarstjóra með ósk um lausn frá störfum.
Afgreiðsla bæajrráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi og drög að starfslokasamningi og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn
Tekið fyrir 1. mál á dagskrá 64. fundar skipulagsnefndar þann 15.10.2024: Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040
Endurskoðun aðalskipulags tekið fyrir að nýju. Lögð fyrir vinnslutillaga aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2024-2040.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir aðalskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.
Tekið fyrir 4. mál á dagskrá 64. fundar skipulagsnefndar þann 15.10.2024: Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál
Breytingar á fyrirhuguðu deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Breiðagerði kynnt fyrir nefndinni. Vegna umsagnar minjastofnunar þá munu byggingarreitir á lóðum Breiðagerðis 18 og 19 falla út.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Málið tekið fyrir að nýju eftir umsögn Minjastofnunar. Nefndin samþykkir tillögu að deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa aftur tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ingvi Ágústssyni hefur flutt lögheimili sitt úr sveitarfélaginu og víkur því sem varamaður í bæjarstjórn sbr. 23. grein samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga. Í stað hans verður Guðrún Kristín Ragnarsdóttir 3. varabæjarfulltrúi E-lista.
Eftirfarandi breytingar eru lagðar til á skipan í frístunda- og menningarnefndar:
Lagt er til að Guðmann Rúnar Lúðvíksson taki sæti sem aðalmaður og taki jafnframt við formensku í frístunda- og menningarnefnd og Sædís María Drymkowska verði varaformaður. Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir víkur úr nefndinni.
Þá eru lagðar til eftirfarandi breytingar á skipan fulltrúa í skipulagsnefnd:
Lagt er til að Birkir Rútsson verði 1. varamaður E lista í skipulagsnefnd í stað Invga Ágústssonar sem víkur sem varamaður.
Tekið fyrir 1. mál á dagskrá 410. fundar bæjarráðs þann 16.10.2024: Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 2024
Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.