Dagskrá bæjarstjórnarfundar

217. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 28. febrúar 2024 og hefst kl. 18:00.

Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu.

Dagskrá:

Almenn mál

1. 2401052 - Úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi

Tekið fyrir 1. mál af dagskrá bæjarráðs þann 7.02.2024

Úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi - 2401052

Lagt fram bréf frá Reykjavíkurborg v. úrsagnar úr Reykjanesfólkvangi.

Einnig lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 22.01.2024 auk minnisblaðs bæjarstjóra.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindi Reykjavíkurborgar og bókun borgarstjórnar við afgreiðslu tillögu um úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi. Leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að Sveitarfélagið Vogar fari að fordæmi Reykjavíkurborgar, segi sig frá þátttöku í Reykjanesfólkvangi og óski eftir því við Umhverfis-, orku-, og loflagsráðuneytið að auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi nr. 520/1975 með síðari breytingum verði breytt til samræmis við framangreinda ákvörðun.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2. 2104030 - Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

Tekið fyrir 2. mál af dagskrá fundar Skipulagsnefndar þann 20.02.2024

Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál - 2104030

Tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir og athugasemdir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir tillögur að svörum athugasemda og umsagna. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagstillögur skv. áðurnefndri grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðir til kynningar

3. 2402001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 393

4. 2402003F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 394

5. 52401006F - Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 21

6. 2401007F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 58

26.02.2024

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri.