Terra umhverfisþjónusta hefur frá árinu 2018 séð um hirðu úrgangs frá heimilum á Suðurnesjum og var sá samningur framlengdur um eitt ár á meðan breytingar þessar stóðu yfir. Í haust var þjónustan svo boðin út þegar Kalka auglýsti eftir tilboðum í hirðu úrgangs frá heimilum í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum.
Niðurstöður útboðsins urðu þær samið var við tvo aðila og skiptist það með eftirfarandi hætti:
Samningarnir við báða aðila eru gerðir til sex ára með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn, tvisvar sinnum, og taka þeir gildi frá og með 1.febrúar 2024.
Vinna við gerð dagatala þar sem íbúar sjá hvenær hirt er við þeirra heimili er nú í fullum gangi og verður birt við fyrsta tækifæri.
Einnig er unnið að gerð dagatals sem sýnir losunardaga grenndarstöðva í sveitarfélögunum sem verður einnig gert aðgengilegt þegar það er tilbúið.
Við bindum miklar vonir við aukinn árangur í flokkun á svæðinu og hlökkum til samstarfsins við Íslenska Gámafélagið og Terra umhverfisþjónustu en ekki síður við íbúana á svæðinu.