Föstudaginn 1.desember mættu börnin elstu deildum leikskólans Suðurvalla og skreyttu jólatré bæjarins. Skrautið sem þau bjuggu sjálf til er náttúruvænt og leysist upp í rigningum. Þegar lokið var við að hengja síðasta skrautið á tréð birtust þrír bræður á svæðinu sem sögðust heita Stúfur, Stekkjastaur og Giljagaur. Móðir þeirra komst ekki með enda heima á fullu að undirbúa Jólin. Þeir bræður tóku sér tíma og tóku nokkur lög með börnunum og dönsuðu með þeim í kringum jólatréð.
Jólatré bæjarins stendur í Aragerði við hlið íþróttahússins og er við það að komast í jólabúning.
En á sunnudag 3. Desember, eða fyrsta í aðventu, verður formlega kveikt á trénu í Aragerði með viðhöfn, Séra Bolli segir nokkur orð, kór kálfatjarnarkirkju syngur nokkur lög og von er á fleiri bræðrum úr fjöllunum sem gætu mögulega stýrt dansi í kringum tréð.