Senn líður að því að börn fædd ´07, ´08 og ´09 hefji störf í Vinnuskólanum. Fyrsti dagurinn hjá þeim er á mánudaginn n.k., 12. júní.
Á mánudaginn eiga krakkarnir að mæta kl. 8:00 upp í félagsmiðstöð. Þar mun Sigurlaug Arnardóttir frá Landvernd hefja tímabilið með umhverfisfræðslu og kynningu á verkefninu "Vinnuskóli á grænni grein" en við munum taka þátt í því verkefni í fyrsta skipti í sumar.
Öll þau sem sækja um fædd ´06 -´09 komast að í vinnuskólanum.
Hlökkum til að takast á við skemmtilegt og viðburðaríkt sumar með krökkunum!