Nú hefur verið opnaður íbúalýðræðisvefurinn Fyrir Voga inn á www.betraisland.is þar sem íbúum sveitarfélagsins gefst kostur á að setja fram tillögur um málefni er varða allar skemmtilegar hugmyndir, nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni sveitarfélagsins.
Núna í janúar og febrúar verður tekið við hugmyndum frá íbúum. Vettvangurinn er opinn öllum til skoðunar og til þátttöku gegn skráningu og samþykki á notendaskilmálum. Við hvetjum íbúa til að skrá sig inn á Fyrir Voga á https://www.betraisland.is/group/12476 og taka þátt í uppbyggilegri umræðu og tillögugerð um framkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum sveitarfélagsins á árinu 2022. Skráðir notendur taka þátt með því að setja fram hugmyndir, skoða hugmyndir annarra, segja skoðun sína eða gefa hugmyndum og rökum vægi með því styðja þær eða vera á móti þeim.
Í mars verða hugmyndirnar teknar saman og metnar út frá gæðum, umfangi og undirtektum íbúa. Þær hugmyndir og tillögur sem fyrirhugað er að framkvæma á árinu 2022 verða kynntar sérstaklega. Íbúar eru hvattir til að vanda framsetningu og auka með því líkur á að þeirra tillögur hljóti góðan hljómgrunn.
Saman byggjum við upp betra sveitarfélag Fyrir Voga !