Aukavagnar og ferðir á leið 55 á Ljósanótt

Laugardaginn 7. september munu fleiri vagnar aka á leið 55 í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ en skv. tímatöflu. Athugið að um aukavagna er að ræða á hefðbundinni tímatöflu á leið í Reykjanesbæ en á leið frá Reykjanesbæ eftir að hátíð lýkur verða aukaferðir í boði utan hefðbundinnar tímatöflu.

Til Reykjanesbæjar

Tveir aukavagnar fara frá Firði í Hafnarfirði á sama tíma og áætlunarvagnar, annar þeirra fer kl.17:53 og hinn kl. 19:53 og endar akstur beggja við Hringbraut/Melteig í Keflavík. Þessir vagnar stoppa á eftirfarandi stoppistöðum: Fjörður – Sveitarfélagið Vogar – Hringbraut/Melteigur.

Frá Reykjanesbæ

Þegar hátíð lýkur verða farnar þrjár aukaferðir frá Hringbraut/Melteig í Keflavík utan tímatöflu, ein kl. 22:45 og tvær kl. 23:15 og endar akstur þeirra vagna við BSÍ. Þessir vagnar stoppa á eftirfarandi stoppistöðum: Hringbraut/Melteigur – Sveitarfélagið Vogar – Fjörður – Ásgarður – Kringlumýrarbraut – Hlíðar – Klambratún – BSÍ.

ATHUGIÐ:

  • Aukavagnar verða merktir sem aukavagnar, annaðhvort með ljósaskilti eða með prentuðum texta í framrúðu vagnsins.
  • Aukavagnarnir aka ekki á milli Hringbrautar/Melteigs og Keflavíkurflugvallar og öfugt, stoppa hvorki við Grindavíkurafleggjara né Vogaafleggjara og keyra ekki innanbæjar í Reykjanesbæ.
  • Aukavagnarnir munu hins vegar aka inn í Voga og stoppa á stoppistöð Sveitarfélagið Vogar eins og leið 87, sjá áætlaðan komutíma:
Komutímar aukavagna í Voga
Brottför frá Firði Sveitafélagið Vogar
kl. 17:53 kl. 18:13*
kl. 19:53 kl. 20:13*

*Áætlaður tími, vagni getur seinkað um 5-10 mínútur því hann ekur á eftir áætlunarvagni.

Brottför frá Hringbraut/Melteigur (söfnunarsvæði aukavagna) Sveitafélagið Vogar
kl. 22:45 kl. 23:10*
kl. 23:15 kl. 23:40*

*Áætlaður tími, vagni getur seinkað. Fer eftir umferð innan Reykjanesbæjar.

Hefðbundin gjaldskrá fyrir landsbyggðina gildir og hægt er að greiða fargjaldið um borð í vagninum með greiðslukorti eða pening. Athugið að ekki er hægt að nota Klappið í landsbyggðarvagna.