Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi fyrir Stóru-Vatnsleysu

AUGLÝSING

um tillögu að deiliskipulagi fyrir Stóru-Vatnsleysu í Sveitarfélaginu Vogum

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum þann 24.febrúar 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Stóru-Vatnsleysu skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulagstillagan er innan séreignarlands jarðarinnar Stóru-Vatnsleysu og takmarkast við heimaland jarðarinnar ásamt þeim lóðum sem eru nú innan heimalandsins og hefur verið skipt út úr jörðinni. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð þriggja nýrra lóða innan jarðarinnar ásamt því að núverandi lóðum er markaður byggingarreitur og skilgreindir byggingarskilmálar fyrir þær.

 

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum frá og með föstudeginum 5.mars 2021 til og með föstudeginum 16.apríl 2021. Tillagan er einnig aðgengileg á vef sveitarfélagsins Voga, https://www.vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðan en 16.apríl 2021.

 

F.h. bæjarstjórnar

Atli Geir Júlíusson, skipulagsfulltrúi