Auglýsing um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis

AUGLÝSING
Um tillögu að breytingu á deiliskipulagi

Miðsvæðis.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 27. janúar 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir að svæði á núgildandi deiliskipulagi merkt "Þjónustustarfsemi" verði breytt í íbúðasvæði. Gert verður ráð fyrir 2, tveggja hæða fjölbýlishúsum á svæðinu, öðru með 8 íbúðum og hinu með 6 íbúðum. Að auki verður einnig gert ráð fyrir einni einbýlishúsalóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti og vísast til hans um nánari upplýsingar.


Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum frá og með mánudeginum 8. febrúar 2021 til og með mánudagsins 22. mars 2021. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, https://www.vogar.is/static/files/Deiliskipulag/vogar-midsv-dsk-br-tillaga_2021-01-08.pdf

 

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en mánudaginn 22. mars 2021.

 

Vogum, 8. febrúar 2021

Sigurður H. Valtýsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi.