Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Vogum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að auglýsa nýjar deiliskipulags tillögur fyrir Grænuborg síðari áfanga og íbúðarsvæði austan byggðar skv. 41. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Íbúasvæði austan byggðar (ÍB-5)
Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja lágreista íbúðarbyggð með um 220 íbúðum í sérbýlishúsum. Í deiliskipulaginu eru lóðir og byggingarreitir afmarkaðir ásamt því að skilgreint er fyrirkomulag gatna, stíga og önnur þau ákvæði sem ástæða er til í deiliskipulagi. Lögð er áhersla á að lóðir og byggingar falli sem best að landslagi og eru skilmálar settir varðandi slíkt í deiliskipulaginu.


Grænaborg 2. Áfangi (ÍB-3-1)
Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að skipuleggja íbúðarbyggð með 334 íbúðum í sérbýlishúsum og fjölbýlishúsum. Gert er ráð fyrir að einbýlishús og parhús á einni hæð verði vestast á svæðinu næst ströndinni en þar fyrir ofan komi lítil  fjölbýlishús eða raðhús á tveimur hæðum. Stærri og hærri fjölbýlishús (allt að 4 hæðir) verða við norðurjarðar svæðisins næst Vatnsleysustrandarvegi. Dælustöð fráveitu verður vestan og neðan byggðarinnar.


Deiliskipulagstillögur ásamt greinargerðum liggja frammi á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2, 190 Vogum frá 2. febrúar til og með 15. mars 2024. 

Skipulagsgögn má einnig nálgast hér fyrir neðan:

Greinagerð með deiliskipulagi fyrir Íb-5 má finna hér.

Deiliskipulagstillaga fyrir Íb-5 má finna hér.

Greinagerð með deiliskipulagi fyrir Íb-3-1 má finna hér.

Deiliskipulagstillaga fyrir Íb-3-1 má finna hér.


Íbúar og hagsmunaaðilar geta sent inn athugasemdir við deiliskipulagstillögurnar á bæjarskrifstofunni að Iðndal 2, 190 Vogum, eða á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is til og með 15. mars 2024.