Auglýsing um afgreiðslu framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2, valkostur C

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum 30. júní sl. umsókn Landsnets dags. 11. desember 2020 um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 innan sveitarfélagamarka Sveitarfélagsins Voga, valkostur C í mati á umhverfisáhrifum, loftlína um Hrauntungur og samsíða núverandi línu innan sveitarfélagsins.

Framkvæmdaleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar nr. 722/2012, um framkvæmdaleyfi. Álit Skipulagsstofnunar, dags. 22. apríl 2020, um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, skv. ákvæðum laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, liggur fyrir. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Voga 2008-2028 og Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024.

Helstu gögn má nálgast hér að neðan eða hjá skipulagsfulltrúa á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is eða í síma 440-6200. Helstu gögn um umhverfismat framkvæmdarinnar má nálgast á heimasíðu Skipulagsstofnunar https://www.skipulag.is

Gögn vegna afgreiðslu framkvæmaleyfis:

Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130 frá 2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, er vakin athygli á því að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta, sem og umhverfis- og útivistarsamtök með minnst 30 félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært útgáfu leyfisins innan mánaðar frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaðinu sem er fyrirhuguð er 8. ágúst, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, sjá nánar heimasíðu nefndarinnar https://www. uua.is .

Skipulags- og byggingarfulltrúi