Aðalfundur Skógfells 2023

Aðalfundur Skógfells 2023

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Skógfells fer fram í Álfagerði miðvikudaginn 31. maí kl.19:30.

Dagskrá.

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Fræðsluerindi hjá Vilmundi Hansen garðyrkjufræðingi “Ræktun matjurta og berjarunna við heimahús”.

Vilmundur er mörgum kunnur fyrir störf sín í græna geiranum, m.a. heldur hann úti facebook hópnum “Ræktaður garðinn þinn”. Ýmsar spurningar um ræktunarmál vakna oft á þessum árstíma, er hægt að rækta berjarunna hér? er hægt að fjölga þeim? hvaða matjurtir get ég ræktað?

Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur

 

Nú er tækifærið að afla sér fróðleiks um ræktun og fá svör við spurningum sem vakna.

 

Stjórn Skógfells