213. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

Fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 29. nóvember 2023 og hefst kl. 18:00.

Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu.

Dagskrá:

Almenn mál

1. 2310023 - Reglur um niðurgreiðslur dagforeldra

Tekinn fyrir 4. liður úr fundargerð 106. fundar fræðslunefndar frá 23. október 2023: Reglur um niðurgreiðslur dagforeldra

 

Afgreiðsla fræðslunefndar:

Lögð fram drög að reglum um niðurgreiðslu vegna vistunar barna hjá dagforeldrum Í Sveitarfélaginu Vogum.

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða framlögð drög að reglum og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

 

2. 2310022 - Reglur um heimgreiðslur

Tekinn fyrir 3. liður úr fundargerð 106. fundar fræðslunefndar frá 23. október 2023: Reglur um heimgreiðslur

 

Afgreiðsla fræðslunefndar:

Lögð fram drög að reglum um heimgreiðslur í Sveitarfélaginu Vogum.

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða framlögðd rög að reglum og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

 

3. 2304009 - Reglur um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum

Tekin fyrir 2. liður úr fundargerð 106. fundar fræðslunefndar frá 23. október 2023: Reglur um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum

 

Afgreiðsla fræðslunefndar:

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um leikskólavist.

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða framlögð drög að reglum og vísar þeim til staðfestingar i bæjarstjórn.

 

4. 2305034 - Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

Tekið fyrir 2. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 10. nóvember 2023:

Fjárhagsáætlun 2024 - 2027.

 

Afgreisla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

 

5. 2311017 - Útsvarsprósenta við álagningu 2024

Tekið fyrir 3. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 10. nóvember 2023: Útsvarsprósenta við álagningu 2024:

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2024 verði óbreytt 14,74%.

 

Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til staðfestingar bæjarstjórn.

 

6. 2303017 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

Tekið fyrir 2. mál af dagskrá 389. fundar bæjarráðrs frá 22.11.203: Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

 

Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagðir fram viðaukar nr. 4 og 5 2023

Viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins hafa verið yfirfarnar í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi. Lagt er til að fjárfest verði í varaflstöð og tengibúnaði, kostnaðarmat nemur um 6 m.kr. Lagt er til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Ungmennafélagið Þróttur hefur leitað eftir viðbótar rekstrarframlagi vegna hallareksturs íþróttamiðstöðvar og fjallað hefur verið um undir dagskrárlið 3. Viðauki 5 er háður samþykki bæjarráðs um framlag vegna hallareksturs og nemur 3,82 m.kr. Lagt er til að hækkun rekstrarframlags verði fjármagnað með handbæru fé.

Davíð Viðarsson, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat undir þessum lið og fór yfir framlögð tilboð í varaaflsstöð.

 

Afgreiðsla:

Bæjarráð frestar afgreiðslu viðauka 4, og staðfestir viðauka 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

 

7. 2303040 - Kosning í nefndir og ráð 2023

Lögð fram tillaga að breytingu á skipan varamanns í stjórn Reykjanes Jarðvangs.

Í stað Bergs Brynjars Álfþórssonar sem hefur óskað eftir lausn frá störfum í stjórn Reykjanes Geopark á grundvelli 42. greinar samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Voga, tekur Friðrik Valdimar Árnason, Mýrargötu 11, sæti sem varamaður í stjórn Reykjanes Geopark

 

8. 2310008 - Ósk um aukið nýtingahlutfall - sjávarborg 1 - 3 - 5

Tekið fyrir 1. mál úr fundargerð 55. fundar skipulagsnefndar frá 17.október 2023: Ósk um aukið nýtingahlutfall - Sjávarborg 1 - 3 - 5.

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar:

1. Ósk um aukið nýtingahlutfall - Sjávarborg 1 - 3 - 5 - 2310008

Sverrir Pálmason fyrir hönd Grænubyggðar ehf. óskar eftir auknu nýtingarhlutfalli fyrir lóðirnar Sjávarborg 1, 3 og 5 þannig það verði 0,5, líkt og er við Sjávarborg 2,4,6 og 8. Ekki er um að ræða fjölgun íbúða.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagnefnd samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Grænuborgar vegna Sjávarborgar 1-3-5 til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

 

Fundargerðir

9. 2310007F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 386

10. 2311001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 387

11. 2311002F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 388

12. 2311005F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 389

13. 2310005F - Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 106

14. 2309005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 88

15. 2310006F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 56

16. 2310002F - Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 20

17. 2311003F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 110

 

27.11.2023

Guðrún P. Ólafsdóttir, Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu.