212. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

Fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 25. október 2023 og hefst kl. 18:00.

Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu.

Dagskrá:

Almenn mál

1. 2303017 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

Tekið fyrir 5. mál af dagskrá 384. fundar bæjarrráðs frá 4.10.2023: Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagður fram viðauki 3 vegna reksturs

Laun og launatengd gjöld

Vegna áhrifa kjarasamninga BHM og BSRB kemur til hækkunar á launum og launatengdum gjöldum sem nemur 45,3 m.kr umfram áætlun. Áhrifin dreifast nokkuð jafnt á málaflokka í samhengi við umfang þeirra.

Annar rekstrarkostnaður

Samtals nemur fyrirsjáanleg aukning annars rekstrarkostnaðar 46,8 m.kr umfram áætlun. Þar af er áætlað að kostnaður vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélgs muni nema um 8,3 m.kr á árinum umfram það sem áætlað var, verðhækkanir á aðföngum í skólaeldhúsi muni leiða til 4 m.kr. útgjaldaauka á ársgrundvelli umfram það sem gert var ráð fyrir í áætlun ársins. Kostnaður við rekstur Búmannaíbúða hefur sömuleiðis hækkað m.a. vegna aukinnar verðbólgu eða samtals um 5,4 m.kr á ársgrundvelli sem og útgjöld vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks, vegna greiðslu fjárhagsaðstoðar og barnaverndar eða um alls 16.8 m.kr á ársgrundvelli.

Samtals áætlaður útgjaldaauki 92,1 m.kr.

Útgjaldaauka er mætt með eftirfarandi hækkun á skatttekjum:

 0001-0022/útsvar: 32 m.kr.

0006 -00011/fasteignaskattar: 14 m.kr.

0010/Framlög jöfnunarsjóðs: 24 m.kr

Samtals 70. m.kr

Lagt er til að mismun útgjaldaauka og áætlaðrar hækkunar skatttekna verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í Bæjarstjórn.

 

2. 2310014 - Hluthafafundur Bláa lónsins hf

Tekið fyrir 6. mál á dagskrá 385. fundar bæjarráðs sem haldinn var 18.10.2023

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarráð samþykkir samhljóða að leggja til við Bæjarstjórn að selja hlut sveitarfélagsins í Bláa Lóninu Svartsengi hf.

 

3. 2303040 - Kosning í nefndir og ráð 2023

Lagðar fram eftirfarandi tillögur að breytingum á skipan fræðslunefndar.

Í stað Bergs Brynjars Álfþórssonar sem hefur óskað eftir lausn frá störfum í fræðslunefnd á grundvelli 42. greinar samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Voga, tekur Helga Ragnarsdóttir Akurgerði 24 sæti sem aðalmaður í fræðslunefnd.

Eva Björk Jónsdóttir Hólagötu 1A tekur við hlutverki formanns fræðslunefndar og Helga Ragnarsdóttir hlutverki varaformanns.

Í stað Helgu Ragnarsdóttir tekur Þórhildur Sif Þórmundsdóttir Aragerði 7 sæti 2. varamanns í fræðslunefnd.

 

Fundargerðir

4. 2309009F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 384

5. 2310004F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 385

6. 2309007F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 55

7. 2301021 - Fundargerð 45. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs

 

24.10.2023

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri.