211. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

Fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 27. september 2023 og hefst kl. 18:00.

Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá

Almenn mál

    1. 2303017 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

Tekið fyrir 6. mál af dagskrá 383. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20.09.2023:

Lagður fram viðauki nr. 2 2023.

Í fjárhagsáætlun 2023 var gert ráð fyrir að fjárfesting vegna tengingar fráveitu við Grænuborg næmi 59,5 m. kr. og að framkvæmdin kláraðist á árinu 2024. Framkvæmdin hefur gengið hraðar en gert var ráð fyrir og gert er ráð fyrir að henni verði lokið fyrir árslok. Endurmat á fjárfestingu ársins vegna fráveitu nemur 28,1 og er lagt að að heimild sé veitt til að klára verkið. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Samhliða afgreiðslu máls um umsjón og umhirðu Íþróttasvæðis Voga er lagt að veitt sé fjárheimild til fjárfestingar í vallartækjum auk leigu sbr. mál nr. 2303055, samtals 3,4 m.kr. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Samhliða afgreiðslu máls um heimreið að Kálfatjörn, málsnúmer 2308020 er lagt til að veitt sé fjárheimild til gatnagerðar að fjárhæð 3,0 m.kr.. Er lagt til að aukinni fárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Samhliða afgreiðslu máls um sjóvarnir, málsnúmer 2309021 er lagt til að veitt sé fjárheimild til gatnagerðar að fjárhæð 3,3 m.kr.. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Lagt er til að veitt sé fjárheimild til að ráðast í úrbætur á virkni bókhaldskerfis, samtals 650 þ.kr. Auknum rekstrarkostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

 

Fundargerðir

  1. 2309004F - Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 105
  2. 2309001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 382
  3. 2309003F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 383
  4. 2309002F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 54

26.09.2023

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri