Fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 26. apríl 2023 og hefst kl. 18:00.
Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu
Lögð fram sameiginleg yfirlýsing eigenda Eyrarkotslands F2333142, L131114, Sveitarfélaginu Vogum, og Sveitarfélagsins Voga um afmörkun og legu Eytrarkotsbakka samkvæmt hnitsettum uppdrætti Tækniþjónustu SÁ, sem dagsettur er 12. janúar 2023. Yfirlýsingin er undirrituð með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
Tekið fyrir 2. mál úr fundargerð 102. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 17.04.2023:
Reglur um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum - 2304009
Lögð fram drög að endurskoðum reglum um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að vísa framlögð drögum með áorðnum breytingum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt
Tekið fyrir 4. mál úr fundargerð 374. fundar bæjarráðs sem haldinn var 05.04.2023:
Siðareglur kjörinna fulltrúa
Farið yfir núgildandi siðareglur kjörinna fulltrúa, endurskoðun þeirra og staðfestingu skv. 29. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar siðareglum kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í bæjarstjórn
Tekið fyrir 4. mál úr fundargerð 375. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19.04.2023:
Húsnæðisáætlun 2023
Lögð fram til kynningar drög að húsnæðisáætlun 2023.
Davið Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisáætlun 2023 til staðfestingar í bæjarstjórn.
Tekið er fyrir 3. mál úr fundargerð 375. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19.04.2023: Framkvæmdir 2023
Yfirlit yfir stöðu framkvæmda.
Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.
Lögð fram tilboð í malbikun á Keilisholti.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda í verkið, Ellert Skúlason ehf.
Tekið er fyrir 3. mál úr fundargerð 374. fundar bæjarráðs sem haldinn var 05.04.2023:
Ársreikningur 2022
Umfjöllun og afgreiðsla bæjarráðs á ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
Bæjarstjóri fór yfir helstu niðurstöður sem fram koma í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar ársreikningi Sveitarfélagsins Voga 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gestur fundarins undir þessum lið er Lilja Dögg Karlsdótti, löggiltur endurskoðandi KPMG.
Fundargerð 374. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 206. fundi bæjarstjórnar
Fundargerð 375. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 206. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerð 17. fundar umhverfisnefndar er lögð fram til kynningar á 206. fundi bæjarstjórnar
Fundargerð 49. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til kynningar á 206. fundi bæjarstjórnar
Fundargerð 102. fundar fræðslunefndar er lögð fram til kynningar á 206. fundi bæjarstjórnar
25.04.2023
Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri.