17. júní í Vogum

Á mánudaginn síðastliðinn héldum við 17. júní hátíðlegan hér í Vogum og markaði það 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands. Ríkistjórnin bauð upp á lýðveldisbollakökur í tilefni dagsins, sveitarfélagið bauð upp á ljúffenga súkkulaði köku og Lions bauð uppá alíslenskar kleinur og kaffi. Hoppukastalar voru í boði fyrir yngstu krakkana, Vogahestar buðu upp á að fara á hestbak og Lions bauð þeim sem vildu að prófa cornhole og einnig sáu þau um kajakana á tjörninni, sem alltaf virðast hitta í mark. Kór Kálfatjarnarkirkju og kór Njarðvíkurkirkju söng og Sirkus Íslands var með skemmtiatriði. Það er einstakt hvað við hér í Vogum erum rík af fólki sem kemur saman fyrir hverja hátíð og uppákomu og leggur fram óeigingjarnt og ómetanlegt starf til þess að allt nái upp að ganga og gangi vel fyrir sig, þessu fólki kunnum við miklar þakkir.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá þessum góða degi.