1410017
Vogavík fiskeldisstöð, Stofnfiskur hf. sækir um byggingarleyfi fyrir starfsmannbúðum til bráðabirgða skv. umsókn dags. 15.10.2014 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 16.10.2014.
Skýring: Umsóknin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir, skal því fara fram grenndarkynning áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. (kemur til álita í þessu tilviki)
Breyting á aðalskipulagi - 2008-2028. Deiliskipulag
Skipulags- og matslýsing - Tillaga, dags. 30.09.2014.
Lýsingin hefur verið kynnt í samræmi við 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4.2.4 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Lýsingin var send til umsagnar hjá; Skipulagsstofnunun, Umhverfisstofnun, Fiskistofu, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og HS Veitum hf.
Umsagnir og ábendingar hafa borist frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands og Þorvaldi Erni Árnasyni.
Umsagnir og ábendingar um lýsinguna og drög að tillögu rædd og henni vísað til áframhaldandi vinnslu. Jafnframt er þakkað fyrir þær ábendingarnar sem hafa borist. Lagt er til að tillaga að breytingu á aðalskipulagi ásamt umhverfisskýrslu og tillaga að deiliskipulagi verði kynnt á næstunni í samræmi við við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.