Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 12. janúar 2009 kl. 18:00 - 22:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga,

mánudaginn 12. janúar 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Hörður Harðarson, Oktavía Ragnarsdóttir, Þórður

Guðmundsson og Guðbjörg Thedórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Hörður Harðarson ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða frá fundarsköpum með að taka eitt annað mál á dagskrá og er

samþykkt að taka það undir 12. lið.

 

Skipulagsmál

1. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 23.12.2008 um tillögu að Aðalskipulagi

Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, þar sem gerð er athugasemd við að tillagan

verði auglýst, einnig eru gerðar athugasemdir og komið með ábendingar við

tillöguna.

Lagt er til að tillagan verði lagfærð og skýrð nánar skv. eftirfarandi bókun og

að því búnu verði tillagan lögð fyrir Skipulagsstofnun að nýju.

1. Vísa í inngangi til laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og

tilgreina þær framkvæmdir sem aðalskipulagið gerir ráð fyrir og falla

undir lögin.

2. Í 6. gr. l u u m á segir:  “Umhverfismat áætlunar skal sett fram í

umhverfisskýrslu sem verið getur hluti af greinargerð með

áætluninni.”

3. Þar sem íbúafjöldi sveitarfélagsins hefur um það bil tvöfaldast

síðastliðin 10 ár telur nefndin ekki óeðlilegt að reikna með þreföldun

á næstu 20 árum.

4. Þegar er hafin vinna við svæði ÍB-3 og stefnt er að byrjun

framkvæmda við svæði ÍB-4 á árinu 2009. Framkvæmdir við svæði

ÍB-5 og 6 eru fyrirhugaðar seinnihluta skipulagstímabilsins.

5. Svæði A-5 og A-6 eru tilkomin vegna áhuga aðila á þessum svæðum

og telur nefndin ekki æskilegt að áfangaskipta uppbyggingunni vegna

ólíkra þarfa á staðsetningu.

6. Þarna er mjög stórt iðnaðarsvæði á núgildandi skipulagi og miklar

rannsóknir farið fram á svæðinu frá því þegar til stóð að þar kæmi

álver sem ekki hefur orðið. Með nýja aðalskipulaginu minnkar svæðið

verulega en gæti eftir sem áður rúmað hvort heldur stóriðju eða stór

fyrirtæki tengd stórskipahöfn. Engan veginn er víst að svæðið byggist

á tímabilinu en talið er rétt að halda þeim möguleika opnum.

 

7. Vísa þarf til laga um mat á umhverfisáhrifum.

8. Á núgildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir höfn á svæðinu og hafa

miklar rannsóknir farið fram á hafnarsvæðinu og liggur fyrir hönnun á

höfn frá því til stóð að þar kæmi álver sem ekki hefur orðið. Með nýja

aðalskipulaginu minnkar svæðið verulega en gæti eftir sem áður

rúmað hvort heldur stóriðju eða stór fyrirtæki tengd stórskipahöfn.

Engan veginn er víst að svæðið byggist á tímabilinu en talið er rétt að

halda þeim möguleika opnum.

9. Í tillögunni er deiliskipulag forsenda nýbyggingar á bújörð.

10. Nefndin leggur til að heimilt verði að reisa allt að þremur stökum

íbúðarhúsum á núverandi bújörðum.

11. Nefndin leggur til að frístundahús skuli einungis reist á skilgreindum

svæðum fyrir frístundabyggð.

12. Nefndin tekur undir með Skipulagsstofnun og leggur til að

deiliskipulag verði skilyrði frekari uppbyggingar frístundahúsa á

svæði F-1.

13. Nefndin vísar öðrum athugasemdum til skipulagsráðgjafa og

byggingarfulltrúa til lagfæringa.

 

2. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 09.12.2008 um deiliskipulag miðbæjarsvæðis,

þar sem gerð er athugasemd við að samþykki deiliskipulagsins verði auglýst

og bent á að við lokaafgreiðslu deiliskipulagstillögunar þurfi að liggja fyrir

umsögn Fornleifaverndar ríkisins og umsögn Vegagerðarinnar við samþykki

sveitarstjórnar.

Lagt er til að leitað verði umsagna Fornleifaverndar ríkisins og

Vegagerðarinnar og að því búnu verði tillagan lögð fyrir Skipulagsstofnun

að nýju.

 

3. Bréf Skipulagsstjóra Kópavogsbæjar dags. 02.12.2008 ásamt

umhverfisskýrslu og tillögu að verulegri breytingu á Svæðisskipulagi

Höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Tillagan send bæjaryfirvöldum í Vogum til

kynningar.

Engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna.

 

4. Bréf frá Skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar dags. 19.12.2008 ásamt

umhverfisskýrslu og tillögu að deiliskipulagi Motopark. Tillagan send

bæjaryfirvöldum í Vogum til umsagnar.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd finnst ástæða til að ítreka áhyggjur sínar

vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa á framtíðarvatnstökusvæði nálægt

Snorrastaðatjörnum. Þó grunnvatnslíkanið sem fylgir tillögunni geri ráð

fyrir að meginstraumar grunnvatns fari undir Stapann til norðurs er ekki

 

hægt að tryggja að hluti þess berist ekki lengra til austurs, sérstaklega þegar

horft er til þess að spurngustefnan er til norðausturs. Þetta er líka spurning

um trúverðugleika þess að vatn í Vogalandi sé með öllu ómengað og þannig

í hæsta gæðaflokki.

Mengunarvarnir á suð-austur hluta Motopark-svæðisins þyrftu að vera

sérlega strangar, t.d. að hleypa götuafrennsli ekki í jörð þar og gera

sérstaklega strangar kröfur um meðhöndlun efna og olíuvara.

 

Byggingarleyfi

5. Hafnargata 5, Vogum, byggingarleyfi fyrir bílskúr o.fl. Afgreiðsla tillögu um

málið í samræmi við 3. mál frá 1. fundi nefndarinnar.

Hörður lýsir yfir vanhæfi sínu í afgreiðslu þessa máls og víkur af fundi kl. 20:10.

Agnes Stafánsdóttir tekur sæti hans.

 

Að liðnum fresti sem hagsmunaaðilum, eigendum húsa á lóðunum nr. 2, 4

og 6 við Hólagötu og Hafnargötu 5 og 7, var gefinn til að að andmæla eða

gera athugasemdir við fyrirhugaða afgreiðslu málsins er á ný lagður fram

úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, frá 16. október

2008, varðandi byggingarleyfi fyrir bílskúr o.fl. við Hafnargötu nr. 5 í

Vogum, ásamt minnisblað Landslaga lögfræðistofu, dags. 18. nóvember

2008. Athugasemdir bárust frá byggingarleyfishafa Hafnargötu 5, dags. 17.

desember 2008, eiganda Hólagötu 4, dags. 15. desember 2008, eiganda

Hólagötu 6, dags. 9. desember 2008 og eiganda Hólagötu 2, dags. 9. janúar

2009. Einnig lögð fram umsögn Landslaga lögfræðistofu, dags. 8. janúar

2009.

Samþykkt, með vísan til framlagðrar umsagnar Landslaga lögfræðistofu,

dags. 8. janúar 2009, að gefa eigendum á lóðunum nr. 2, 4 og 6 við

Hólagötu og Hafnargötu 5 og 7, 14. daga frest til að tjá sig um þá tillögu að

afgreiðslu málsins sem fram kemur í umsögninn, um að

byggingarleyfishafa verði gert að fjarlægja bílskúrinn innan mánaðar frá

dagsetningu tilkynningar þar um að viðlögðum dagsektum að fjárhæð kr.

10.000 á dag eftir þann tíma. Hafi skúrinn ekki verið fjarlægður innan

tveggja mánaða frá tilkynningunni verði hann fjarlægður á kostnað

lóðarhafa. Lóðarhafa verði ekki gert að setja á ný innbyggðan bílskúr í

húsið.

 

Agnes Stafánsdóttir víkur af fundi kl. 20:40 og Hörður tekur aftur sæti.

 

6. Tjarnargata 1b, Vogum. Umsókn Reykjaprents ehf. dags. 25.11.2008 um

byggingarleyfi fyrir skiptingu húss í 2 íbúðir, rif á skúrbyggingu og

nýbyggingar í staðinn, ýmsum breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi,

breytingu á bílgeymslu, breytingu á frágangi lóðar og bílastæða. Skv.

aðaluppdráttum GLÁMU-KÍM arkitekta.

Fara skal fram grenndarkynning í samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr.

73/1997, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu og það þegar

byggt, áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd.

Kynna skal umsóknina fyrir skólayfirvöldum og eigendum Stóru Vogaskóla

ásamt íbúum og eigendum Vogagerðis 4, 6 , 8 og 10 og Garðhúsum.

 

7. Hábær 1, Vogum. Umsókn Reykjaprents ehf. dags. 25.11.2008 um

byggingarleyfi fyrir, rif á forstofubyggingu og breyting á inngangi, ýmsum

breytingum á útliti og innra fyrirkomulagi, breytingu bílastæða á lóð. Skv.

aðaluppdráttum GLÁMU-KÍM arkitekta.

Fara skal fram grenndarkynning í samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr.

73/1997, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu og það þegar

byggt, áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd.

Kynna skal umsóknina fyrir skólayfirvöldum og eigendum Stóru Vogaskóla

ásamt íbúum og eigendum Vogagerðis 4, 6 , 8 og 10 og Garðhúsum.

 

8. Spilda úr landi Stóra Knarrarness, Vatnsleysuströnd, landnr. 211259.

Umsókn Péturs Hlöðverssonar dags. 10.12.2008 um byggingarleyfi fyrir

einbýlishús. Skv. aðaluppdráttum HSÁ teiknistofu.

Umsókninni er hafnað sbr. 11. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997,

þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag.

Gera þarf deiliskipulag í samræmi við aðalskipulag og skipulags- og

byggingarlög nr. 73/1997 áður en hægt er veita byggingarleyfi.

 

9. Auðnar 2, Vatnsleysuströnd. Umsókn Vals Guðmundssonar dags. 04.12.2008

um byggingarleyfi fyrir frístundahús og gróðurhús. Skv. aðaluppdráttum

Artik teiknistofu dags.

Fara skal fram grenndarkynning í samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr.

73/1997, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu og það þegar

byggt, áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd.

Kynna skal umsóknina fyrir eigendum aðliggjandi lóða, Auðna 1 og 3.

Lagfæra skal uppdrætti í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa fyrir

grenndarkynningu.

 

10. Iðndalur 10a, Vogum. Umsókn Lionsklúbbsins Keilis skv. bréfi dags.

22.12.2008 um byggingarleyfi fyrir félagsheimili Lionsklúbbsins. Skv.

aðaluppdráttum Nýju Teiknistofunnar.

Umsókninni er frestað þar sem breyting á deiliskipulagi hefur ekki verið

staðfest.

Lagfæra skal uppdrætti í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa.

 

Ýmis mál

11. Gögn frá Skipulagsstofnun lögð fram til upplýsingar.

 

Leiðbeiningar Skipulagsstofnunar um svæðis-, aðal- og deiliskipulag lagðar

fram ásamt leiðbeiningum um skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga.

Bent á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is .

 

12. Minnisblað um fullnaðarafgreiðslur nefnda og skipulags- og

byggingarfulltrúa.

 

Nefndin gerir ekki athugasemdir við minnisblaðið en telur þörf á

smávægilegum lagfæringum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að

lagfæra það.

 

Fleira ekki gert og fund slitið kl:22:00

Getum við bætt efni síðunnar?