Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 10. febrúar 2009 kl. 18:00 - 20:10 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga,

þriðjudaginn 10. febrúar 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.

.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Hörður Harðarson, Oktavía Ragnarsdóttir, Þórður

Guðmundsson og Guðbjörg Thedórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Hörður Harðarson ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða frá fundarsköpum með að taka eitt annað mál á dagskrá og er

samþykkt að taka það undir 8. lið.

 

Umhverfismál

1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 28.01.2009 þar sem óskað er umsagnar um

tillögu að matsáætlun Landsnets, dags. 23.01.2009, um Suðvesturlínur frá

Hellisheiði til Reykjaness.

Nefndin gerir athugasemd við það að línurnar fylgji ekki núverandi línustæði

Suðurnesjalínu í landi sveitarfélagsins að öllu leiti eins og samkomulag

Sveitarfélagsins Voga og Landsnets gerir ráð fyrir, og gert er ráð fyrir í tillögu

að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

 

2. Bréf frá verkefnisstjórn sorpsamlaganna á suðvesturlandi dags. 15.01.2009

um kynningu á sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009-

2020 ásamt umhverfisskýrslu.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga fagnar þessari endurskoðuðu áætlun sem

er samstarfsverkefni Sorpu bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Sorpeyðingarstöðvar

Suðurnesja sf. og Sorpurðunar Vesturlands hf., en fyrirtækin annast meðhöndlun

úrgangs fyrir 34 sveitarfélög með alls um 251 þúsund íbúa.

Nefndin hvetur til sameiningar þessara sorpsamlaga hið fyrsta til að nýta

betur þá aðstöðu og þekkingu sem þau búa yfir og samræma uppbyggingu

nýrra kosta við úrgangsmeðhöndlun.

Ef tekið er mið af lokamarkmiði um úrgangsmeðhöndlun sem á að ná árið

2020 samkvæmt landsáætlun Umhverfisstofnunar er ljóst að það þarf mun

meira að gerast á næsta áratug en það sem gerst hefur á þeim áratug sem senn

er liðinn. Þar er minnkun förgunar lífræns úrgangs stærsta verkefnið. Ærin

verkefni eru framundan.

Vistferlisgreining sú sem gerð hefur verið (sjá 9. kafla skýrslunnar) er

markvisst skref í áttina og æskilegt að taka mið af henni við ákvarðanatöku

um meðhöndlun úrgangs og skipulag og uppbygginu því tengda. Endurnotkun

og endurnýting kemur auðvitað best út fyrir vistkerfið og forsenda þess er

auðvitað markviss flokkun á heimilum, í fyrirtækjum og stofnunum. Hjá því

verður ekki komist og hefði mátt beina meiri athygli að því í skýrslunni.

 

2

 

Nefndin er ekki sammála því sem kemur fram víða í skýrslunni: “Möguleikar

sveitarfélaga til að draga úr myndun úrgangs eru mjög takmarkaðir ef frá eru

taldar þær aðgerðir og ráðstafanir sem þau geta beitt til að ná fram árangri í

eigin rekstri.”

Nefndin telur að möguleikar sveitarfélaga séu miklir, t.d. með

o Ákvæðum í starfsleyfum fyrirtækja

o Nýta betur heimildir sem sveitarfélög hafa í gildandi lögum (nr.

55/2003) við ákvörðun gjalda og fyrirkomulagi sorphirðu og

sorpförgunar m.a. ákvæði þar sem kveðið er á um skyldu

einstaklinga og lögaðila um flokkun úrgangs.

o Samþykktum um flokkun og meðhöndlun úrgangs

o Upplýsingagjöf, þjálfun og hvatningu, bæði starfsmanna og íbúa

o Í skólum með markvissri umhverfismenntun, t.d. með þátttöku í

grænfánaverkefni.

o Með verkefnum eins og “Vistvernd í verki“ þar sem fjölskyldur

skoða sín mál og eru hvattar til dáða. Heimajarðgerð er naumast

nefnd í skýrslunni en ætti að vera góður kostur við einbýlis- og

raðhús og á bújörðum.

o Gera fólki auðveldara að flokka úrgang og losna við flokkaðan

úrgang.

o Meta og nýta reynslu og árangur sem sum sveitarfélög og

gámafyrirtæki hafa náð í að flokka og jarðgera.

 

Ástæða er til að fagna samvinnu og samræmingu aðgerða á svæði þessara 4

sorpsamlaga, þar á meðal þeirri hugmynd að Kalka verði nýtt til að brenna

úrgangi af öllu svæðinu sem einungis er hæfur til brennslu en ekki er hægt að

jarðgera eða framleiða úr verðmætt eldsneyti.

“Fyrirhuguð uppbygging endurnýtingarstöðva á Suðurlandi, Vesturlandi og á

Suðurnesjum munu stytta flutningavegalengdir og er með því dregið úr

neikvæðum áhrifum vegna flutninga. .... Stefnt er að samræmingu á

fyrirkomulagi söfnunar og móttöku úrgangs til að draga úr mistökum við

flokkun og meðhöndlun og minnka magn úrgangs sem fer til urðunar að

óþörfu.” (bls.22) Því ber að fagna og því ítrekar nefndin hvatningu sína um

að stíga skrefið til fulls með sameiningu.

 

3. Bréf frá Grindavíkurbæ dags. 21.01.2009 þar sem óskað er umsagnar um

umhverfisskýrslu og tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur 2000-

2020 vegna Vatnsskarðsnámu.

Nefndin gerir ekki athugasemdir.

 

Skipulagsmál

4. Fundargerðir samvinnunefndar um Svæðisskipulag Suðurnesja, vísað af

bæjarráði til upplýsingar. Fundargerðir: nr. 1 dags. 14.04.2008, nr. 2 dags.

07.05.2008, nr. 3 dags. 26.05.2008, nr. 4 dags. 09.06.2008, nr. 5 dags.

23.06.2008, nr. 6 dags. 21.08.2008, nr. 7 dags. 14.10.2008, nr. 8 dags.

06.11.2008, nr. 9 dags. 04.12.2008 og nr. 10 dags. 12.01.2009.

 

3

Fundargerðirnar lagðar fram til upplýsingar.

 

Byggingarleyfi

5. Spilda úr landi Stóra Knarrarness, Vatnsleysuströnd, landnr. 211259.

Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús tekin fyrir að nýju að ósk

umsækjanda skv. tölvubréfi dags. 17.01.2009.

Nefndin leiðréttir hér með tilvitnun í Skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 í

fyrri afgreiðslu málsins, þar sem átt er við 43. gr. en ekki 11. gr..

Nefndin ítrekar fyrri afgreiðslu um að gera þurfi deiliskipulag áður en hægt er

að veita byggingarleyfi. Vísað er til bréfs byggingarfulltrúa til umsækjanda

dags. 21.01.2009 vegna afgreiðslu nefndarinnar á 2. fundi 12. janúar sl.

 

Landamál

6. Hábæjartún, Vogum, landskipti skv. uppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf.

dags 18.12.2008 og makaskiptaafsali og gjafaafsali dags. 09.01.2009.

Landskiptin eru samþykkt, samræmist Skipulags- og byggingarlögum nr.

73/1997.

 

Ýmis mál

7. Drög að lögreglusamþykkt fyrir Sveitarfélagið Voga, vísað af bæjarráði til

umsagnar.

Nefndin telur ekki þörf á viðbót við 18. grein.

Nefndin leggur til að 30. grein breytist þannig að í stað „Búfjárhald er bannað í

þéttbýli“ komi „búfjárhald í sveitarfélaginu sætir þeim takmörkunum sem fram

koma í Samþykkt um búfjárhald í Vatnsleysustrandarhreppi nr 255/1992“.

Einnig óskar nefndin þess að sérstaklega komi fram í lögreglusamþykktinni að

lausaganga búfjár sé bönnuð utan afgirtra beitarhólfa.

 

8. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, jarðvegstippur.

Nefndin leggur til að við framtíðarsvæði hestamanna við Strandarrétt norðan

þéttbýlis, svæði OS-3, verði heimilt að hafa jarðvegstipp fyrir sveitarfélagið

og verður efni þá komið fyrir í lægðum á svæðinu.

 

Fleira ekki gert og fund slitið kl: 20:10.

Getum við bætt efni síðunnar?