Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga,
þriðjudaginn 17. mars 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.
.
Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Hörður Harðarson, Oktavía Ragnarsdóttir, Þórður
Guðmundsson og Geir Ómar Kristinsson. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson
skipulags- og byggingarfulltrúi. Hörður Harðarson ritar fundargerð í tölvu.
Formaður leitar afbrigða frá fundarsköpum með að taka eitt annað mál á dagskrá,
tengingu atvinnumála við umhverfisverkefni, samþykkt að taka það undir 7. lið.
Skipulagsmál
1. Bréf frá samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. mars 2009
ásamt tillögu að verulegri breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins
2001-2024 vegna Kársness í Kópavogi.
Engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna.
Umhverfismál
2. Tillögur að hönnun Tjarnarsvæðis, Aragerðis og trappa í Heiðargerði, skv.
uppdráttum Landslags ehf. Á fundi sínum 5. mars sl. vísaði Bæjarráð
tillögunum til umsagnar nefndarinnar.
Nefndin gerir eftirfarandi athugasemdir:
Vogatjörn.
Lagt er til að hleðsla tjarnarmegin við áningastaðinn verð lækkuð um u.þ.b.
2/3.
Gróðurbelti verði eingöngu við áningastað.
Einnig leggur nefndin til að samhliða framkvæmdum verði hreinsað uppúr
tjörninni milli hólmans og fyrirhugaðs áningarstaðar.
Aragerði:
Nefndin leggur á það áherslu að komið verði í veg fyrir vatnssöfnun.
Gera þarf ráð fyrir ca.3 bílastæðum við innkomu í Aragerði.
Einnig þarf að gera ráð fyrir aðkomu ökutækja fyrir þjónustu við svæðið.
Lagt er til að stígar verði malbikaðir.
Heiðargerði:
Nefndin gerir engar athugasemdir.
Nefndin leggur til að tillögurnar verði kynntar íbúum t.d. á vef
sveitarfélagsins.
2
Umferðarmál
3. Skýrsla Forvarnarhúss um hraðamerkingar í Sveitarfélaginu Vogum.
Nefndin þakkar fyrir skýrsluna og leggur meirihluti nefndarinnar til að í
þéttbýlinu í sveitarfélaginu verði hámarkshraði 30 km á klst.
Þórður telur að ekki sé þörf á breytingunni en leggur á það áherslu að gengið
verði frá merkingum samkvæmt eldri samþykktum.
Byggingarleyfi
4. Auðnar 2, Vatnsleysuströnd. Umsókn Vals Guðmundssonar dags. 04.12.2008
um byggingarleyfi fyrir frístundahús og gróðurhús skv. aðaluppdráttum
Artik teiknistofu dags. 14.08.2008. Afgreiðsla að lokinni grenndarkynningu.
Umsókninni var vísað í grenndarkynningu á 2. fundi nefndarinnar 12. janúar
sl. Engar athugasemdir hafa borist. Uppdrættir hafa verið lagfærðir. Fyrir
liggur samþykki eldvarnareftirlits.
Umsóknin er samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.
5. Spilda úr landi Stóra Knarrarness, Vatnsleysuströnd, landnr. 211259. Bréf
Péturs Hlöðverssonar dags. 8. mars 2009 þar sem óskað er eftir að umsókn
um byggingarleyfi fyrir einbýlishús verði tekin fyrir að nýju og fram fari
grenndarkynning.
Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem það er mat nefndarinnar að
ákvæði 7. mgr. 43. gr. um grenndarkynningar, skv. skipulags- og
byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.br. eigi ekki við í þessu tilviki þar sem ekki
er um þegar byggt hverfi að ræða.
Nefndin ítrekar því fyrri afgreiðslu um að gera þurfi deiliskipulag áður en
hægt er að veita byggingarleyfi.
Stöðuleyfi
6. Breiðagerði 3, Vatnsleysuströnd. Ákvörðun um frest til úrbóta og beitingu
dagsekta vegna óleyfisframkvæmda og lóðahreinsun sbr. afgreiðslu
skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar um stöðuleyfi 31. mars
2008.
Lögð fram bréf byggingarfulltrúa til Gunnars Helgasonar vegna málsins dags.
20. maí 2008 og 17. desember 2008.
Umsækjandi hefur ekki brugðist við ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar
frá 31. mars 2008 um að fjarlægja það sem framkvæmt hefur verið á lóðinni
án leyfis og hreinsun hennar og ekki sinnt áskorunum byggingarfulltrúa um
úrbætur skv. framlögðum bréfum né svarað bréfum byggingarfulltrúa á
nokkurn hátt.
3
Skv. 210. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 getur byggingarnefnd beitt
dagsektum eða látið vinna verk, sem hún hefur lagt fyrir að unnið skyldi, á
kostnað þess sem vanrækt hefur að vinna verkið.
Samþykkt með vísan til rannsóknar- og andmælareglu stjórnsýslulaga og
stjórnsýsluréttar sbr. 10. og 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að gefa
umsækjanda 14. daga frest til að tjá sig um málið.
Að þeim tíma liðnum mun verða tekin ákvörðun um tímafrest til að fjarlægja
öll mannvirki af lóðinni og hreinsa hana. Jafnframt að verði sá tímafrestur
ekki virtur verði beitt dagsektum sbr. ákvæði 210. gr. byggingarreglugerðar
nr. 441/1998 að fjárhæð kr. 10.000 á dag eftir þann tíma og þær innheimtar í
samræmi við gr. 210.3. Jafnframt að verði ekki búið að fjarlægja öll
mannvirki og hreinsa lóðina innan tveggja mánaða frá tilkynningu þar um
verði það gert á kostnað umsækjanda í samræmi við gr. 210.2.
7. Atvinnuskapandi umhverfismál.
Nefndin hvetur til þess að ráðist verði í þarfar umhverfisframkvæmdir sem
jafnframt eru atvinnuskapandi. Má þar nefna stígagerð, hreinsun og snyrtingu
o.fl.
Fleira ekki gert og fund slitið kl: 20.30