Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn
28.apríl 2009 kl. 20:00 að Iðndal 2.
.
Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Þórður Kr. Guðmundsson, Oktavía Jóh. Ragnarsdóttir
og Guðbjörg Thedórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og
byggingarfulltrúi. Oktavía Ragnarsdóttir ritar fundargerð í tölvu.
Formaður leitar afbrigða frá áður auglýstri dagskrá um að taka eitt annað mál á dagskrá,
lóðarhafi að Hólagötu 5 sækir um frágang á lóðamörkum, samþykkt að taka málið undir 1.
lið.
1. Róbert Ragnarsson Hólagötu 5 sækir um að setja sprengigrjót á lóðarmörk við
Egilsgötu til að taka hæðarmun við lóðamörk.
Óskað er eftir heimild til þess að taka upp hæðarmun og jafna milli lóðanna, þannig
að helmingur sé innan lóðarmarka Hólagötu 5 og helmingur inn á lóð
sveitarfélagsins.
Leifið er veitt.
Skipulagsmál
2. Tillaga samstarfsnefndar um Svæðisskipulag Suðurnesja. Vísað til
nefndarinnar af bæjarráði til umsagnar.
Sveitarfélagsmörk milli Hafnarfjarðar, Grindavíkur og Sveitarfélagsins Voga eru
röng og því ekki hægt að byggja á þeim upplýsingum sem gefnar eru á kortum og í
skýrslunni hvað það varðar.
Samgöngur
Gatnamót við Reykjanesbraut verða að vera fær öllum farartækjum stórum sem
smáum.
Lagt er til að horft verði til einnar lestarlínu milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar með
stoppistöðvum við gatnamót þar sem það á við.
Í tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga er gert ráð fyrir stórskipahöfn við
Keilisnes.
Veitur og orkuvinnsla.
Orkusvæðið við Trölladyngju nær inn fyrir mörk sveitarfélagsins.
Flytja ætti orku sem stystu leið og með náttúruverndarhagsmuni að leiðarljósi.
2
Stefnt verði að því í framtíðinni að sem flestar raflínur verði í jörðu eða sjó og í því
ljósi er lína um Ósabotna út í hött.
Brýnt er að flokka háhitasvæðin, með tilliti til virkjana og verndunar.
Enn vantar hitaveitu og vatnsveitu um Vatnsleysuströnd, ásamt öðrum dreifðum
byggðum á Suðurnesjum.
Atvinna
Efla ætti þá starfsemi sem fyrir er í sveitarfélögunum og styðja við nýja sprota sem
upp koma.
Ferðaþjónusta er kostur sem Sveitarfélagið Vogar ætti að leggja meiri áherslu á með
sérstöðu svæðisins í huga, Vatnsleysuströndina, fjallgarðinn og fyrirhugaðan
eldfjallagarð sem áhugaverða staði. Huga ætti betur að þjónustu við ferðamenn.
Hvetjum til samvinnu og samstarfs sveitarfélaganna til aukinnar uppbyggingar í
atvinnumálum og tökum undir þær fjölmörgu áhugaverðu hugmyndir sem fram
koma í skýrslunni.
Byggð
Efla ætti þá fjölþættu sameiginlegu þjónustu sem sveitarfélögin hafa nú þegar með
sér.
Verndarsvæði og útivist
Kortleggja ætti þau svæði sem áhugaverð eru hvort heldur á heimsvísu eða
staðbundin. Afla þarf þekkingar um náttúru og sögu og gera hana aðgengilega fyrir
heimamenn og gesti. Skipuleggja mannvirkjagerð og byggðaþróun með hliðsjón af
náttúruvernd með framtíðarhagsmuni í huga. Í því ljósi er vísað í „tillögu að nálgun
og verkefnistökum að eldfjallagarði“ frá VSÓ ráðgjöf.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:20