Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

12. fundur 18. ágúst 2009 kl. 18:00 - 21:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 18.

ágúst 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Hörður Harðarson, Guðbjörg Theódórsdóttir og Þórður

K. Guðmundsson. Agnes Stefánsdóttir mætir kl.19.00 Einnig situr fundinn Sigurður H.

Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Hörður Harðarson ritar fundargerð í tölvu.

 

Skipulagsmál

1. Bréf frá Samgöngufélaginu dag. 18. júní 2009, vísað til nefndarinnar til

kynningar frá 74. fundi bæjarráðs. Tillaga um hækkun hraðamarka á

Reykjanesbraut úr 90 km/klst í 100 km/klst.

 Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

2. Tillaga Landsnets um mastragerð Suðvesturlínu. Tillaga Landsnets er lögð

fram með vísan til 1. gr. samkomulags Landsnets hf. og Sveitarfélagsins

Voga vegna lagningar háspennulínu um Sveitarfélagið Voga, dags. 17.

október 2008. Bæjarráð vísar tillögunni til umfjöllunar í umhverfis- og

skipulagsnefnd.

Tillagan er lögð fram til kynningar.

 

3. Fyrirspurn frá lögreglunni vegna inflúensuáætlunar.

 Viðbrögð við mögulegum inflúensufaraldri rædd.

 

4. Aðalskipulag sveitarfélagsins

Haldið áfram frá fyrri fundi að fara í gegnum framkomnar athugasemdir og

ábendingar sem eru 44 talsins.

Nefndin hefur ekki lokið umfjöllun sinni um aðalskipulagið m.a. vegna

sumarleyfa, er því einsýnt að ekki takist að ljúka vinnunni á þeim 8 vikum sem

skipulagslög gera ráð fyrir.

Nefndin felur byggingafulltrúa að senda þeim aðilum sem sent hafa

athugasemdir og ábendingar sem og Skipulagsstofnun bréf og tilkynna þeim um

seinkunina.

 

Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn 25. ágúst kl.18:00.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21. 30

Getum við bætt efni síðunnar?