Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 29.
september 2009 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Oktavía Ragnarsdóttir, Hörður Harðarson, Guðbjörg
Theódórsdóttir og Þórður K. Guðmundsson. Einnig sitja fundinn Sigurður H. Valtýsson
skipulags- og byggingarfulltrúi og Eirný Vals bæjarritari. Hörður Harðarson ritar fundargerð í
tölvu.
Formaður leitar afbrigða frá áður auglýstri dagskrá um að taka eitt annað mál á dagskrá,
fundarboð til 12. lögbundins fundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda þann 6.
nóvember 2009, samþykkt að taka málið undir 11. lið.
Ýmis mál
1. Fjárhagsáætlun næsta árs, bæjarritari hittir nefndarmenn.
Eirný kynnir vinnu sem hafinn er við gerð fjárhagsáætlunar og þriggja ára
áætlunar. Umræður um framkvæmdir og umhirðu í sveitarfélaginu.
Byggingarleyfi
2. Ægisgata 41, Vogum. Umsókn Tinnu Magnúsdóttur og Teits Sigmarssonar
dags. 28. júlí 2009 um byggingarleyfi fyrir garðhúsi/dúkkuhúsi á lóð, skv.
meðfylgjandi rissteikningu.
Fyrir liggur samþykki nágranna að Heiðargerði 17, 18 og 19 og Ægisgötu 40 og 42.
Umsóknin er samþykkt. Samræmist skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.b.
3. Vogagerði 17, Vogum. Umsókn Helga Guðmundssonar og Júlíu H.
Gunnarsdóttur dags. 20. ágúst 2009 um byggingarleyfi fyrir gámi/garðhúsi á
lóð, skv. meðfylgjandi rissteikningu.
Fyrir liggur samþykki nágranna að Aragerði 14 og 16 og Vogagerðis 19.
Umsóknin er samþykkt. Samræmist skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.b.
4. Ægisgata 39, Vogum. Umsókn Rúnars Vigfússonar og Ragnhildar Hönnu
Finnbogadóttur dags. 8. september 2009 um byggingarleyfi fyrir garðskúr á lóð,
skv. meðfylgjandi rissteikningu.
Fyrir liggur samþykki nágranna að Ægisgötu 41, Heiðargerði 18 og Kirkjugerði 17.
Umsóknin er samþykkt. Samræmist skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.b.
Hörður víkur af fundi
5. Vogagerði 3, Vogum. Umsókn Harðar Harðarsonar og Sigríðar Baldursdóttur
dags. 23. september 2009 um byggingarleyfi fyrir garðhúsi á lóð, skv.
meðfylgjandi teikningu.
2
Umsóknin er samþykkt með fyrirvara um samþykki nágranna að Vogagerði 1 og 5.
Byggingarfulltrúa falið að ganga frá byggingarleyfi þegar samþykki nágranna
liggur fyrir. Samræmist skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.b.
Hörður tekur aftur sæti.
6. Hvassahraun 15 Vatnsleysuströnd. Umsókn Jóns Hafnfjörð Ævarssonar dags.
17. september 2009 um samþykki reyndaruppdrátts frístundahúss, skv.
aðaluppdráttum Þorgeirs Jónssonar arkitekts, dags. 14. september 2009.
Umsóknin er samþykkt. Samræmist aðal- og deiliskipulagi og skipulags- og
byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.b.
7. Hafnargata 5, Vogum. Umsókn d.b. Birnu Salómonnsdóttur dags. 23. september
2009 um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og breytingu á innra skipulagi
íbúðarhúss ásamt byggingu sólstofu, skv. aðaluppdráttum Rúnólfs Þ.
Sigurðssonar byggingatæknifræðings, dags. 9. september 2009.
Umsóknin er samþykkt. Samræmist aðal- og deiliskipulagi og skipulags- og
byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.b.
Umhverfismál
8. Gatnamót Vogagerðis og Tjarnargötu, bætt umferðaröryggi gangandi
vegfarenda.
Eftir ábendingu forvarnarlögreglu leggur nefndin til að merkt verði gangbraut yfir
Vogagerði norðan gatnamóta með þrengingu og yfir Tjarnargötu beggja vegna
Vogagerðis. Nefndin ítrekar tillögu skipulags og byggingarnefndar frá 33.fundi þar
sem lagt var til að máluð verði bílastæði vestanvert í Vogagerði og miðlína.
9. Aðgerðarteymi á vegum Umhverfisráðuneytisins um utanvegaakstur í
Reykjanesfólkvangi.
Þorvaldur kynnir fyrir nefndinn vinnu aðgerðarteymis um utanvegaakstur í
Reykjanesfólkvangi. Nefndin tekur undir áhyggjur aðgerðarteymisins og hvetur til
aðgerða gegn utanvegaakstri.
10. Tilkynning um umhverfisþing dagana 9. – 10. október 2009. Erindinu var vísað
frá bæjarráði til umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.
Nefndin hvetur alla áhugasama um umhverfismál að mæta.
11. Fundarboð til 12. lögbundis fundar Umhverfisstofnunar og
náttúruverndarnefnda þann 6. nóvember 2009.
Formaður hvetur nefndarmenn að mæta.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.20