Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

20. fundur 20. apríl 2010 kl. 18:00 - 20:15 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 20.

apríl 2010 kl. 18:00 að Iðndal 2.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Oktavía Ragnarsdóttir, Hörður Harðarson, Guðbjörg

Theódórsdóttir og Þórður K. Guðmundsson. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Hörður Harðarson ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða frá fundarsköpum með að taka eitt annað mál á dagskrá og er

samþykkt að taka það undir 3. lið.

 

Byggingarmál

1. Fundargerð 1. afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 14.04.2010.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2. Óleyfisbyggingar að Auðnum á Vatnsleysuströnd.

Lagt fram bréf byggingarfulltrúa til Jakobs Árnasonar dags. 17.03.2010 vegna skúrs og

gáms sem komið hefur verið fyrir á Auðnum án þess að sótt hafi verið um leyfi til

sveitarfélagsins. Skv. bréfinu var Jakobi veittur frestur til 31.03.2010 til að fjarlægja

skúr og gám eða sækja um tilskilin leyfi, jafnframt var honum veittur frestur til sama

tíma til að tjá sig um málið.

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundi sem haldinn var 31.03.2010 sem

Jakob Árnason óskaði eftir með bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúi sat. Á

fundinum lýsti Jakob tilgangi með skúrnum og gámnum, sem er vinnuaðstaða meðan á

tilraunadælingu stendur úr borholu og gámur innihéldi dælubúnað og annan búnað.

Á fundinum var Jakobi gerð grein fyrir því að framkvæmdir vegna hitaveitu væru

framkvæmdaleyfisskyldar og eftir atvikum varanleg mannvirki þeim tengdum væru

byggingarleyfisskyld, jafnframt að stöðuleyfi þyrfti fyrir tímabundnum mannvirkjum.

Fram kom hjá Jakobi að hann teldi sig ekki þurfa nein leyfi sveitarfélagsins og myndi

að öllum líkindum ekki sækja um leyfi fyrir skúr og gámi.

13.04.2010 kom Jakob til skipulags- og byggingarfulltrúa og tjáði honum að hann

myndi ekki sækja um leyfi fyrir skúr og gámi.

Samþykkt með vísan til rannsóknar- og andmælareglu stjórnsýslulaga og

stjórnsýsluréttar sbr. 10. og 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að gefa umsækjanda

frest til 14. maí 2010 til að tjá sig um málið og/eða að sækja um tilskilin leyfi til

sveitarfélagsins.

Að þeim tíma liðnum mun verða tekin ákvörðun um tímafrest til að fjarlægja skúr og

gám hafi ekki verið sótt um leyfi. Verði sá tímafrestur ekki virtur verður beitt

dagsektum sbr. ákvæði 210. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 að fjárhæð kr.

10.000 á dag eftir þann tíma og þær innheimtar í samræmi við gr. 210.3. Verði ekki

 

2

 

búið að fjarlægja skúr og gám innan tveggja mánaða frá tilkynningu þar um verður það

gert á kostnað landeiganda í samræmi við gr. 210.2.

 

3. Bréf framboðsfélags E-lista dags 20.04.2010 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir

gámaeiningu á lóðinni Aragerði 2-4 í einn mánuð, frá 1. mai til 1. júní.

Samþykkt að veita stöðuleyfi í einn mánuð til 1. júní 2010 með fyrirvara um leyfi

lóðarhafa. Samræmist skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 m.s.b.

 

Skipulagsmál

4. Ósk frá Grindavíkurbæ skv. bréfi dags. 30.03.2010 um umsögn vegna

endurskoðunar aðalskipulags Grindavíkurbæjar 2010-2030.

Umhverfis og skipulagsnefnd vekur á því athygli að mörk Sveitarfélagsins Voga og

Grindavíkur eru ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga sem

staðfest var af umhverfisráðherra 23.janúar 2010. Nefndin fer því fram á það að

mörkin verði leiðrétt þannig að samræmi verð á milli uppdrátta.

 

5. Svæðisskipulag Suðurnesja 2008- 2024. Leiðarljós og áherslur-Drög dags. 5. mars

2010. Bæjarráð vísaði drögunum til umhverfis- og skipulagsnefndar til umsagnar.

Umhverfis og skipulagsnefnd hefur að svo komnu máli engar athugasemdir eða

ábendingar.

 

6. Sóknaráætlun 20/20. Stöðumatsskýrsla fyrir Suðurnes.

Bæjarráð vísaði skýrslunni til allra fagnefnda til upplýsingar.

Skýrslan lögð fram til upplýsingar. Nefndin fagnar skýrslunni og telur að komi að

góðum notum í framtíðarstefnumörkun á Suðurnesjum.

 

Umhverfismál

7. Bréf frá Sigurði Erlendssyni dags. 14.04.2010 þar sem óskað er eftir að sett verði

upp leiðbeiningaskilti um leiðina að Keili ásamt upplýsingaskilti við Keili.

Nefndin fagnar áhuga bréfritara á sveitarfélaginu. Sveitarfélagið er að vinna í

upplýsingarskiltum fyrir ákveðin svæði og verður ábendingu bréfritara komið á

framfæri.

8. Hugmyndir nefndarinnar um umhverfisverkefni í sumar.

Hugmyndir um umhverfisverkefni sumarsins ræddar. Fyrirhugað er að

hreinsunarátak verði í sveitarfélaginu 3.-10.maí sem yrði með svipuðu sniði og

undanfarin ár. Nefndin leggur til að garðyrkjufræðingur verði fenginn útideildinni til

tímabundinnar ráðgjafar. Nefndin vill minna á umhirðuáætlun sveitarfélagsins og

hvetur til að hún verði höfð til hliðsjónar. Hugmyndir nefndarinnar um einstök

 

3

 

verkefni sendir nefndin bæjarstjóra til úrvinnslu. Nefndin minnir á að enn er ekki til

staðar jarðvegstippur í sveitarfélaginu og telur brýnt að úr verði bætt.

Nefndin telur brýnt að farið verði í aðgerðir til að tryggja nægilegt neysluvatn í

Brunnastaðahverfi þar sem núverandi ástand er ekki viðunandi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.15

Getum við bætt efni síðunnar?