Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

22. fundur 13. júlí 2010 kl. 18:00 - 20:15 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 13.

júlí 2010 kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Arna Þorsteinsdóttir , Bergur Viðar Guðbergsson, Þorvaldur

Örn Árnason og Guðbjörg Theódórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Þorvaldur Örn Árnason ritar fundargerð í tölvu.

Formaður leitar afbrigða með að taka eitt mál á dagskrá sem er verkaskipting nefndarinnar og

er samþykkt að taka það upp sem 1. mál.

 

1. Tillaga er gerð um Halldór Arnar sem varaformann og Guðbjörgu sem ritara.

Samþykkt.

Byggingarmál

2. Fundargerðir 4. og 5. afgreiðslufunda skipulags- og byggingarfulltrúa dags.

16.05.2010 og 23.06.2010.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

3. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar sækir um leyfi til að leggja vegslóða að

fyrirhuguðu skemmustæði að Kálfatjörn og til að keyra fyllingarefni í grunn undir

skemmuna skv. bréfi dags. 08.07.2010.

Nefndin ákveður að leita eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfisins

skv. 3. tl. bráðabirgðaákv. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997.

 

Skipulagsmál

4. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar Suðvesturlínur.

Óskað umsagnar sveitarfélagsins skv. bréfi frá Hafnarfjarðarbæ dags. 15.06.2010.

Nefndin gerir eftirfarandi athugasemd: Samkvæmt gildandi aðalskipulagi

Sveitarfélagsins Voga er gert ráð fyrir jarðstreng, hraðlest, reiðstíg og hjólreiðastíg

samsíða Reykjanesbraut sem ekki eiga sér neitt framhald í aðalskipulagstillögu

Hafnarfjarðar.

 

2

 

Framkvæmdaleyfi

5. Húsfélagið Iðndal 2 sækir um leyfi fyrir hljóðmön milli Iðndals og Fagradals 14

skv. bréfi dags. 29.06.2010 og uppdrætti Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 25.06.2010.

Nefndin ákveður að kynna framkvæmdina fyrir íbúum Fagradals 14 og Miðdals 13

áður en framkvæmdaleyfi verður afgreitt.

 

Umhverfismál

6. Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins.

Samþykkt er að auglýsa eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga og frestur

verði gefinn til 26. júlí.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.15.

Getum við bætt efni síðunnar?