Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 27.
júlí 2010 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mættir eru: Hörður Harðarson, Halldór Arnar Halldórsson, Bergur Viðar Guðbjörnsson,
Þorvaldur Örn Árnason og Guðbjörg Theódórsdóttir. Þorvaldur Örn Árnason ritar fundargerð í
tölvu.
Bergur yfirgaf fundinn kl. 20.00.
Byggingarmál
1. Fundargerð 6. afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 21.07.2010.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Framkvæmdaleyfi
2. Húsfélagið Iðndal 2 sækir um leyfi fyrir hljóðmön milli Iðndals og Fagradals 14
skv. bréfi dags. 29.06.2010 og uppdrætti Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 25.06.2010.
Framkvæmdin hefur verið kynnt fyrir íbúum Fagradals 14 og Miðdals 13.
Ein ábending barst um að gróðursett verði tré í mönina.
Nefndin samþykkir framkvæmdirnar og veitir framkvæmdaleyfi.
2
Umhverfismál
3. Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins.
Nefndin fór yfir fyrirliggjandi gögn og fór í vettvangsskoðun og leggur til
eftirfarandi:
Viðurkenningu fyrir gagngerar og smekklegar endurbætur gamals og sögufrægs húss
fær Reykjaprent, eigandi Hábæjar. Syðri hluti Hábæjar var byggður 1921 á grunni eldra
húss. Þarna var símstöðin í Vogum og þangað kom fyrsta útvarpið í hreppinn 1926. Sagt
er að húsið hafi fyllst á sunnudögum þegar fólk af öðrum bæjum dreif að spariklætt til
að hlusta á messu. Í Hábæ var sett upp fyrsta verslunin í Vogum árið 1929 og var hún
starfrækt í þessu húsi þar til 1968. Hábær var þannig eins konar miðbær Voga hálfa
síðustu öld.
Starfsfólk Heilsuleikskólans Suðurvalla fær viðurkenningu fyrir góðar hugmyndir og
aðkomu að vel heppnaðri hönnun lóðar leikskólans.
Íbúar Heiðargerðis sunnan Ægisgötu fá viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega
götumynd.
Bryndís Petersen og Leifur Jónsson Brekkugötu 23 fá viðurkenningu fyrir fallegan garð
og snyrtilegt hús.
Eyrún Antonsdóttir og Sverrir Agnarsson, Aragerði 16, fá viðurkenningu fyrir
frumlegan og fjölbreytilegan garð til margra ára.
Sæmundur Þórðarson og Anna María Franksdóttir Stóru-Vatnsleysu fyrir
snyrtimennsku og frjóa hugsun í garðskreytingum. Þau hafa hugsað vel um þetta merka
útvegsbýli og fornan kirkjustað og miðla þekkingu um sögu staðarins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:15.