Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

24. fundur 07. september 2010 kl. 18:30 - 20:10 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 7.

september 2010 kl. 18:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Halldór Arnar Halldórsson, Kristinn Björgvinsson, Þorvaldur

Örn Árnason og Guðbjörg Theódórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson

skipulags- og byggingarfulltrúi. Þorvaldur Örn Árnason ritar fundargerð í tölvu.

 

Skipulagsmál

1. Iðnaðarsvæði við Vogabraut, tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í

því að byggingareitir á lóðum 1, 3 og 5 við Heiðarholt eru stækkaðir til

norðvesturs um 8,5 m.

Það er mat nefndarinnar að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi og

ákveður því að fram skuli fara grenndarkynning í samræmi við 7. mgr. 43. gr.

skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br. áður en tillagan er afgreidd.

Tillagan skal kynnt fyrir eiganda fasteignar á lóð nr. 1 við Hraunholt.

 

2. Erindi frá bæjarráði: Umhverfis- og skipulagsnefnd falið að kanna hvar hægt væri

að setja upp tjaldsvæði.

Nefndin bendir á íþróttasvæðið, t.d. núverandi fótboltavöll ásamt bílastæði og að nýtt

verði aðstaða íþróttamiðstöðvarinnar.

 

Byggingarmál

3. Breiðagerði 8, Svavar Þorsteinsson sækir um byggingarleyfi um niðurrif

frístundahúss og byggingu nýs, skv. umsókn og bréfi dags 31.08.2010 og

aðaluppdráttum teiknistofunnar Kvarða dags. 19.08.2010.

Í grein 2.3.3 í greinargerð aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga segir um

frístundasvæðið í Breiðagerðisvík: „Skilyrði fyrir frekari uppbyggingu

frístundasvæðisins er að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið og að það öðlist gildi

áður en heimild er veitt til frekari uppbyggingar.“

Í ljósi þessa felst nefndin á niðurrif núverandi frístundahúss.

Nefndin hafnar umsókn um byggingarleyfi að nýju húsi samkvæmt meðfylgjandi

teikningum, þar sem nýbyggingin er stærri en byggingin sem víkur.

 

2

 

4. Heiðarholt 1, Erlendur Birgisson er með fyrirspurn um byggingu fyrir gagnaver

skv. bréfi dags. 30.08.2010 og uppdráttum dags. í júlí 2010.

Tekið er jákvætt í fyrirspurnina, enda uppfylli byggingin ákvæði laga og reglugerða

og hún samræmist skipulagi.

Nefndin bendir á að fyrirhugaðar byggingar verða áberandi í Vogum. Nefndin hvetur

því hönnuði til að huga vel að útliti bygginganna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:10.

Getum við bætt efni síðunnar?