Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 29.
mars 2011 kl. 17:30 að Kálfatjörn og Iðndal 2.
Mætt eru: Hörður Harðarson, Bergur Viðar Guðbjörnsson, Þorvaldur Örn Árnason, Arna
Þorsteinsdóttir og Guðbjörg Theodórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson
skipulags- og byggingarfulltrúi. Þorvaldur Örn Árnason ritar fundargerð í tölvu.
Skipulagsmál
1. Kálfatjörn, tillaga að deiliskipulagi skv. uppdrætti Eyjólfs Bragasonar arkitekts
dags. 25.09.2010 og br. 14.03.2011.
Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 400/1998 gr. 3.2.
Var hún send aðilum með kynningarbréfi og í tölvupósti. Umsögn og ábendingar
hafa komið frá nokkrum aðilum.
Skv. fyrirliggjandi tillögu hefur verið tekið tillit og komið til móts við nokkurn hluta
framkominna ábendinga og athugasemda. Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því
til aðila skipulagsgerðarinnar að vinna tillöguna frekar í samræmi athugasemdir
nefndarinnar, sem koma fram í sérstakri greinargerð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með þeim
breytingum sem koma fram í svörum nefndarinnar við athugasemdum við
deiliskipulagstillöguna. Deiliskipulagstillögunni með breytingum og umfjöllun um
athugasemdir vísar nefndin til afgreiðslu bæjarstjórnar og leggur til að
deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Deiliskipulagstillaga, Vogatjörn, Hábæjartún og skólalóð skv. uppdrætti
Landslags dags. 29.03.2011.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með breytingum:
Gatan Hábæjartún verði breikkuð og gert ráð fyrir gangstétt við hana. Einnig
telur nefndin eðlilegast að sett verði snúningsplan við enda götunnar.
Stefna lóða og byggingarreita verði samsíða lóðarmörkum Hábæjar og gatan
verði utan lóða.
Nýtingarhlutfall nýrra lóða verði 0,4.
Gerð verði betri grein fyrir aðkomu að Garðhúsum.
Deiliskipulagstillögunni með breytingum vísar nefndin til afgreiðslu bæjarstjórnar
og leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr skipulagslaga nr.
123/2010.
2
Byggingarmál
3. Úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, mál nr. 61/2010, synjun
umsóknar um byggingarleyfi fyrir nýju húsi að Breiðagerði 8, Vatnsleysuströnd.
Úrskurðurinn lagður fram. Nefndin leggur til að unað verði við úrskurðinn.
Nefndin lítur svo á að með úrskurðinum sé ekki verið að véfengja réttmæti ákvæða í
aðalskipulagi um að krefjast deiliskipulags fyrir frístundabyggðina í Breiðagerði, en
heimilt sé að endurbyggja og stækka hús svo framarlega sem það sé „óveruleg
breyting á byggingarmagni“ eins og Úrskurðarnefndin kemst að orði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga fer þess á leit við
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála að hún skilgreini hversu mikil aukning
byggingarmagns megi vera til að teljast „óveruleg“.
Nefndin er þó ósammála niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar um að heimilt sé að
stækka núverandi húsakost á svæðinu án þess að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag
og að það samræmist gildandi aðalskipulagi. Í samræmi við gildandi aðalskipulag og
að teknu tilliti til úrskurðarins er það álit nefndarinnar að þörf sé á að
deiliskipuleggja svæðið áður en óbyggðar lóðir koma til byggingar og ef til
verulegrar uppbyggingar kemur á þegar byggðum lóðum. Því beinir nefndin því til
eigenda lóða og frístundahúsa á svæðinu að vinna deiliskipulag fyrir svæðið.
4. Breiðagerði 8, Svavar Þorsteinsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús
skv. umsókn og bréfi dags 31.08.2010 og aðaluppdráttum teiknistofunnar Kvarða
dags. 19.08.2010.
Í samræmi við úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, mál nr.
61/2010 og í samræmi við afgreiðslu 3. máls er hin kærða umsókn um
byggingarleyfi tekin fyrir að nýju.
Nefndin samþykkir því að vísa í grenndarkynningu hinni kærðu umsókn dags.
31.08.2010 og aðaluppdráttum teiknistofunnar Kvarða dags. 19.08.2010.
Umsóknin samræmist landnotkun aðalskipulags, byggðamynstri og þéttleika
byggðar. Áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd skal í samræmi við 43. gr.
Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1977 með síðari breytingum, fara fram
grenndarkynning þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu og það er þegar
byggt.
Kynna skal umsóknina fyrir eigendum Breiðagerðis 5, 6, 7, 9, 10, 15, 16 og 17.
3
5. Breiðagerði 8, Svavar Þorsteinsson sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús
skv. bréfi dags 15.03.2011 og aðaluppdráttum Friðriks Friðrikssonar arkitekts
dags. 29.04.1997.
Í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, mál nr.
61/2010 og í samræmi við afgreiðslu 3. máls er umsókn um byggingarleyfi tekin
fyrir að nýju.
Nefndin hafnar umsókninni þar sem um verulega aukningu á byggingarmagni er að
ræða og því þurfi að gera deiliskipulag.
6. Breiðagerði 1, Karl S. Óskarsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við
frístundahús, skv. umsókn dags 09.09.2010 og aðaluppdráttum Verkfræðistofu
Suðurnesja dags. 18.08.2010.
Í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, mál nr.
61/2010 og í samræmi við afgreiðslu 3. máls er umsókn um byggingarleyfi tekin
fyrir að nýju.
Nefndin hafnar umsókninni þar sem um verulega aukningu á byggingarmagni er að
ræða og því þurfi að gera deiliskipulag.
Fundi slitið kl. 23:15