Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, miðvikudaginn 06.
júlí 2011 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mættir eru: Hörður Harðarson, Arna Þorsteinsdóttir, Kristinn Björgvinsson, Þorvaldur Örn
Árnason og Guðbjörg Theódórsdóttir. Þorvaldur Örn Árnason ritar fundargerð í tölvu.
Umhverfismál
1. Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins.
Nefndin fór yfir fyrirliggjandi gögn og fór í vettvangsskoðun um Voga og Vatnsleysuströnd.
Nefndin leggur til að eftirtaldir fái umhverfisviðurkenningar í ár:
Íbúar Austurgötu fá viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega götumynd.
Anna Rut Sverrisdóttir og Birgir Þórarinsson á Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd fá
viðurkenningu fyrir einstaklega smekklega uppbyggingu á mannvirkjum á jörðinni og
snyrtimennsku í hvívetna. Minna-Knarrarnes setur fallegan svip á umhverfið á
Vatnsleysuströnd.
Margrét Helgadóttir, Vogagerði 16 fær viðurkenningu fyrir hlýlegan og fjölskrúðugan garð sem
hefur verið vel við haldið í mörg ár.
Beitir ehf, vélsmiðja, Jónsvör 3, fær viðurkenningu fyrir snyrtilegt hús og fallega aðkomu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.40.