Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

34. fundur 20. september 2011 kl. 17:30 - 19:10 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 20.

september 2011 kl. 17:30 að Iðndal 2.

Mættir eru: Arna Þorsteinsdóttir, Bergur Viðar Guðbjörnsson, Kristberg Finnbogason og

Guðbjörg Theódórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og

byggingarfulltrúi og Eirný Vals bæjarstjóri sem stýrir fundinum í forföllum formanns. Sigurður

H. Valtýsson ritar fundargerð í tölvu.

Ýmis mál

1. Kosning varaformanns umhverfis- og skipulagsnefndar.

Tillaga er gerð um Örnu Þorsteinsdóttur sem varaformann og er það samþykkt.

 

2. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun, undirbúningur.

Bæjarstjóri kynnti forsendur fjárhagsáætlunar. Nefndin telur að við gerð

fjárhagsáætlunar þurfi að gera ráð fyrir deiliskipulagsgerð íþróttasvæðis og

Flekkuvíkur. Einnig hönnun gatna og lagna miðbæjarsvæðis og huga að

framkvæmdum á svæðinu sem og áframhaldandi uppbyggingu eldri gatna.

 

3. Boð umhverfisráðherra til VII. Umhverfisþings 2011.

Boðið er lagt fram. Umhverfisþing verður haldið á Selfossi þann 14. október, 2011

og er öllum opið.

 

Skipulagsmál

4. Deiliskipulag íþróttasvæðis við Hafnargötu og Aragerði. Tillögudrög að

deiliskipulagi.

Lýsing fyrir deiliskipulagið hefur verið kynnt skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr.

123/2010. Tillögudrögin rædd og þeim vísað til frekari vinnslu skipulagsráðgjafa og

skipulagsfulltrúa.

 

5. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis Flekkuvíkur. Lýsing fyrir deiliskipulag svæðisins.

Lýsing fyrir deiliskipulagið samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til frekari afgreiðslu.

 

Byggingarmál

 

2

 

6. Brekkugata 7 og 7a, Þór Jakob Einarsson sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu

og stækkun húss skv. umsókn dags 08.09.2011 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu

SÁ ehf. dags. 24.08.2011.

Þar sem umsóknin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika

byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir skal fara fram

grenndarkynning áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd í samræmi við 44.

gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum

Brekkugötu 5 og 9, Suðurgötu 2 og Akurgerðis 25.

 

7. Hvassahraun 15, Jón Hafnfjörð er með fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir

frístundahús og breytingu núverandi húss í bátaskýli og geymsluhús skv. umsókn

dags 13.09.2011 og aðaluppdráttum Alark arkitekta ehf. dags. 15.09.2011.

Fyrirspurnin er í samræmi við gildandi deiliskipulag að öðru leyti en því að

núverandi hús er 11,9 m² stærra en samanlögð stærð bátaskýlis og geymsluhúss má

vera. Tekið er jákvætt í fyrirspurnina. Breytingu núverandi húss þarf að

grenndarkynna áður en byggingarleyfi er afgreitt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10.

Getum við bætt efni síðunnar?