Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

37. fundur 17. janúar 2012 kl. 17:30 - 19:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 17.

janúar 2012 kl. 17:30 að Iðndal 2.

Mættir eru: Bergur Viðar Guðbjörnsson, Arnheiður Þorsteinsdóttir, Hörður Harðarson,

Þorvaldur Örn Árnason og Sigurður Gunnar Ragnarsson. Einnig situr fundinn Sigurður H.

Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Arnheiður Þorsteinsdóttir ritar fundargerð í tölvu.

Bergur Viðar Guðbjörnsson stýrir fundi.

Leitað er afbrigða um að taka á dagskrá sem 3. mál snjómokstur og hálkuvarnir í Vogum og 4.

mál erindi Hauks Guðmundssonar f.h. Ástjarnar ehf. Samþykkt samhljóða að taka málin fyrir.

 

Skipulagsmál

1. Deiliskipulag Iðavalla Vatnsleysuströnd. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv.

uppdrætti Péturs H. Jónssonar dags. október 2011.

Breytingin felst í því að: Lóðin stækkar úr 3.300 m² í 4.800 m², byggingareitur

vinnustofu færist suður fyrir íbúðarhúsið og rétt staðsetning vatnsbóls hefur verið

færð inn á breyttan deiliskipulagsuppdrátt.

Deiliskipulagsbreytingin hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga

nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa borist við tillöguna.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna óbreytta og vísar henni til

afgreiðslu bæjarstjórnar. Málsmeðferð verði í samræmi við 4. mgr. 44. gr.

skipulagslaga nr. 123/2010.

 

2. Aðalskipulagsbreyting vegna iðnaðarsvæðis Flekkuvíkur. Skipulags- og matslýsing

skv. greinargerð Landslags dags. janúar 2012.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og vísar henni til afgreiðslu

bæjarstjórnar. Lagt er til að lýsingin verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30 gr.

skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin áréttar að við skipulagsgerðina verði tekið tillit til svo ásættanlegt verði

markmiða hverfisverndar um verndun strandlengjunnar í gildandi aðalskipulagi.

 

Ýmis mál

3. Snjómokstur og hálkuvarnir í Vogum.

Nefndin leggur til að sveitarfélagið setji sér verklagsreglur um snjómokstur og

hálkuvarnir á götum og gangstéttum.

Einnig leggur nefndin til að sandur eða salt verði íbúum aðgengilegt.

 

2

 

4. Bréf Hauks Guðmundssonar, dags. 13.01.2012, f.h. Ástjarnar ehf. um að reisa

gistihús við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar í landi Stóru- og Minni-

Vatnsleysu. Hjálögð drög að mannvirkjunum sem nefnd eru í bréfinu fylgdu ekki

erindinu.

Bréfið er tekið fyrir sem fyrirspurn um byggingaráform þar sem fyrirliggjandi gögn

gefa ekki tilefni til annars. Tekið er jákvætt í fyrirspurnina að uppfylltum ákvæðum

laga og reglugerða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?