Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 21.
febrúar 2012 kl. 17:30 að Iðndal 2.
Mættir eru: Bergur Viðar Guðbjörnsson, Arnheiður Þorsteinsdóttir, Hörður Harðarson,
Þorvaldur Örn Árnason og Sigurður Gunnar Ragnarsson. Einnig situr fundinn Sigurður H.
Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Arnheiður Þorsteinsdóttir ritar fundargerð í tölvu.
Bergur Viðar Guðbjörnsson stýrir fundi.
Skipulagsmál
1. Aðalskipulagsbreyting vegna iðnaðarsvæðis Flekkuvíkur. Skipulags- og matslýsing
skv. greinargerð Landslags dags. janúar 2012 og drög að tillögu.
Lýsingin hefur verið kynnt í samræmi við 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnir hafa borist frá Skipulagsstofnun, Náttúrfræðistofnun Íslands,
Fornleifavernd ríkisins, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Reykjanesbæ
og Hafnarfjarðarbæ.
Umsagnir um lýsinguna og drög að tillögu rædd og henni vísað til áframhaldandi
vinnslu. Umhverfis- og skipulagsnefnd áréttar að við skipulagsgerðina verði tekið
tillit til svo ásættanlegt verði markmiða hverfisverndar um verndun strandlengjunnar
í gildandi aðalskipulagi og minnir á að fornleifaskráningu þarf að vera lokið fyrir
gerð deiliskipulags. Nefndin leggur til að samhliða skipulagsvinnu verði gerð
náttúrufarslýsing ( skýr: hraun, gróður, dýralíf).
2. Deiliskipulag íþróttasvæðis og Aragerðis. Tillaga að deiliskipulagi skv. uppdrætti
Landslags dags. 09.12.2011.
Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir hafa borist við tillöguna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði
samþykkt óbreytt. Málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.
Byggingarmál
3. Iðndalur 15, Kristinn Þór Guðbjartsson, f.h. Nesbúegg ehf. leggur fram
fyrirspurn um stækkun húss skv. bréfi og frumdrögum dags. 31.01.2012.
Frávik frá gildandi deiliskipulagi er að nýtingarhlutfall yrði um 0,36 í stað 0,3 að
öðru leyti er byggingin í samræmi við skipulag. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur
að um svo óverulegt frávik sé að ræða að ákvæði 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.
2
123/2010 eigi við varðandi breytingu deiliskipulags. Lagt er til að nýtingarhlutfall
núverandi deiliskipulags verði breytt úr 0,3 í 0,4.
4. Miðdalur 12, Íris Pétursdóttir og Kristinn Benediktsson sækja um leyfi til að
innrétta bílageymslu sem ljósmyndastúdíó skv. umsókn dags. 22.11.2011.
Afgreiðslu frestað, þar sem ekki liggur fyrir samþykki allra íbúðaeiganda við Miðdal.
5. Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, mál nr. 10/2010 vegna
dráttar á afgreiðslu umsóknar um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á spildu úr
landi Stóra Knarrarness II.
Úrskurðurinn lagður fram til kynningar, en úrskurðarorð hans er að kærumálinu er
vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umhverfismál
6. Erindi frá Landvernd skv. bréfi dags 17.01.2012 um Bláfánaverkefnið.
Erindið lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50.