Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 15.
maí 2012 kl. 17:30 að Iðndal 2.
Mættir eru: Bergur Viðar Guðbjörnsson, Arnheiður Þorsteinsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason,
Hörður Harðarson og Inga Sigrún Atladóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson
skipulags- og byggingarfulltrúi. Arnheiður Þorsteinsdóttir ritar fundargerð í tölvu. Bergur Viðar
Guðbjörnsson stýrir fundi.
Formaður leitar afbrigða til að taka mál á dagskrá undir 4 lið. Umhverfisvika í sveitarfélaginu.
Samþykkt
Skipulagsmál
1. Deiliskipulag Iðndals. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags
dags. 13.03.2012.
Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.
123/2010. Engar athugasemdir hafa borist við tillöguna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði
samþykkt með þeirri breytingu að húsgerð á lóðinni Iðndalur 4 verði breytt úr A
(iðnaðar- eða atvinnuhúsnæði á 1 hæð) í húsgerð E (íbúðir) verslun eða þjónusta með
tilheyrandi skilmálum. Er það gert til samræmis við gildandi aðalskipulag, en við
síðustu endurskoðun þess breyttist landnotkun á þessari lóð úr iðnaðarsvæði í
miðsvæði / íbúðarsvæði. Að öðru leyti verði deiliskipulagið óbreytt frá auglýstri
tillögu. Málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
þegar gögn hafa verið lagfærð í samræmi við þessa samþykkt.
Byggingarmál
2. Bréf Gunnars Helgasonar dags. 6. mars 2012 f.h. Hörguls ehf. vegna starfssemi
Jóns sterka pizzastaðar við Hafnargötu, þar sem sótt er um leyfi fyrir
áframhaldandi staðsetningu húsnæðis, viðbyggingar í formi skýlis og
auglýsingaskilti.
Í ljósi þess að viðræðm við Hörgul ehf sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi
þann 25. apríl sl. er ekki lokið, samþykkir nefndin að veita stöðuleyfi fyrir
húsnæðinu ásamt viðbyggingu til 1. janúar 2013. Leyfi fyrir skilti er hafnað,
samræmist ekki deiliskipulagi.
2
Umhverfismál
3. Bréf félags skógareigenda á Suðurlandi, dags. 2. apríl 2012 – stefna til framtíðar í
nytjaskógrækt á Suðurnesjum.
Lagt fram bréf Félags skógareigenda á Suðurlandi til kynningar, þar sem
sveitarfélögin á Suðurnesjum eru hvött til að marka stefnu í skógrækt til framtíðar í
viðkomandi sveitarfélögum.
4. Umhverfisvikan
Rætt var um byggingar í niðurnýðslu í sveitarfélaginu. Byggingarfulltrúi hefur nú
þegar sent eigendum umræddra bygginga bréf og er málið því í ferli samkvæmt
skipualagslögum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25.