Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

45. fundur 16. október 2012 kl. 17:30 - 18:30 Bæjarskrifstofu

Fundinn sátu:

Bergur Viðar Guðbjörnsson Formaður, Arnheiður S. Þorsteinsdóttir Varaformaður, Hörður

Harðarson Aðalmaður og Þorvaldur Örn Árnason Aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi

Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi, sem jafnramt

ritar fundargerð í tölvu. Bergur Viðar Guðbjörnsson stýrir fundi.

 

Dagskrá:

1. 1209040 - Málefni Heiðarlands Vogajarða.

Bréf Páls A. Pálssonar fyrir hönd nokkurra eigenda Heiðarlands Vogajarða dags.

06.09.2012 þar sem komið er á framfæri athugasemdum við endurskoðun á

aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis-

og skipulagsnefndar.

Lagt til að erindinu verði vísað til vinnu við heildarendurskoðun á aðalskipulagi

Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

Hörður Harðarson, Þorvaldur Örn Árnason og Arnheiður Þorsteinsdóttir telja að ekki

sé þörf á skipulögðu svæði sunnan Reykjanesbrautar á skipulagstímabilinu.

 

2. 1011026 - Tillaga að landsskipulagsstefnu

Kynnt auglýsing Skipulagsstofnunar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024

ásamt umhverfisskýrslu. Kynntir fyrirhugaðir fundir Skipulagsstofnunar sem haldnir

verða um landsskipulagsstefnuna.

 

3. 1210026 - Reglugerð um framkvæmdaleyfi

Kynnt gildistaka reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Getum við bætt efni síðunnar?