Fundinn sátu:
Bergur Viðar Guðbjörnsson Formaður, Arnheiður S. Þorsteinsdóttir Varaformaður, Ingþór
Guðmundsson Aðalmaður og Þorvaldur Örn Árnason Aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi
Ingþór Guðmundsson er boðinn velkominn til starfa í nefndinni.
Dagskrá:
1. 1302057 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til stækkunar kirkjugarðs við
Kálfatjarnarkirkju
Árni K. Magnússon f.h. stjórnar Kálfatjarnarkirkjugarðs sækir um framkvæmdaleyfi til
stækkunar kirkjugarðs við Kálfatjörn skv. bréfi dags. 25.02.2013 og teikningum Péturs
Jónssonar landslagsarkitekts dags. 13.11.2012.
Jafnhliða umsókn um framkvæmdaleyfi er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi vegna
breytingar á lóðamörkum Kálfatjarnarkirkju skv. bréfi Árna K. Magnússonar f.h.
Kálfatjarnarkirkjugarðs og Andrésar Á. Guðmundssonar f.h. Golfklúbbs
Vatnsleysustrandar dags. 14.03.2013 og uppdrætti Péturs Jónssonar
landslagsarkitekts dags. 15.03.2013.
Afgreiðsla:
Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem eingöngu er verið að
breyta lóðarmörkum. Fallið er frá grenndarkynningu þar sem ekki eiga aðrir hagsmuna
að gæta en sveitarfélagið sjálft og umsækjendur.
Umsókn um framkvæmdaleyfi samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn
Minjaverndar og Kirkjugarðaráðs.
Breyting deiliskipulags og umsóknar um framkvæmdaleyfi afgreitt til samþykktar
bæjarstjórnar.
2. 1302046 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni Tjarnargata 4, Vogum
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar umhverfis- og skipulgasnefndar um umsókn um
stöðuleyfi Jóhanns Björns Jóhannssonar um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám til 12 mánaða
á lóðinni Tjarnargata 4 til smíðaaðstöðu og geymslu meðan uppgerð á húsinu fer
fram, skv. umsókn dags. 05.03.2013 og afstöðuuppdrætti.
47 Umhverfis- og skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga
Sveitarfélagið Vogar
2
Umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ekki er gerð athugasemd við að veitt sé stöðuleyfi í samræmi við umsókn.
3. 1302062 - Til umsagnar, drög að reglugerð um náttúruvernd
Umhverfis- og auðlingaráðuneytið óskar eftir umsögn um drög að reglugerð um
náttúruvernd, skv. bréfi dags. 25.02.2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar:
Vel er tekið í drögin og engar athugasemdir gerðar við þau.
Þar sem þetta er síðasti fundur Arnheiðar S. Þorsteinsdóttur er henni þökkuð góð störf í
nefndinni. Jafnframt er Herði Harðarsynni, sem hætt hefur í nefndinni, þökkuð góð störf í
nefndinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15