Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

61. fundur 21. október 2014 kl. 17:30 - 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Sigurður Árni Leifsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2.

1405008

Málið var áður á dagskrá 58. fundar nefndarinnar, afgreiðslu þess var frestað. Á fundinn kemur Ívar Pálsson hrl., lögmaður sveitarfélagsins. Fulltrúar Landsnets hf. mæta einnig til fundarins.
Lagt fram að nýju erindi Landsnets hf., kt. 580804-2410, dags. 7. maí 2014, ásamt fylgiskjölum. Í erindinu er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Ívar Pálsson frá Landslögum lögfræðingur Voga sat fundinn. Einnig komu forsvarsmenn Landsnets hf. inn á fundinn og kynntu umsóknina. Forsvarsmenn Landsnets hf. viku af fundi eftir kynningu. Erindinu fylgir m.a. skýrsla, yfirlitskort, Matsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt viðaukum, álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum, dags. 17. september 2009, leyfi Orkustofnunar, dags. 5. desember 2013, ásamt greinargerð, teikningar af möstrum og fl. Lagt fram bréf Lex lögmannstofu, dags. 19. maí 2014, ásamt fylgiskjölum. Einnig eru lagðar fram umsagnir og athugasemdir frá eftirtöldum aðilum: Samgöngustofu dags. 16. júlí 2014, Landsneti dags. 17. júlí 2014, Umhverfisstofnun dags. 24. júlí 2014, Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands dags. 3. ágúst 2014, Minjastofnun Íslands dags. 1. ágúst 2014, Eydísar Franzdóttur dags. 4. ágúst 2014, Lex lögmannsstofu f.h. landeigenda í Vogum dags. 20. ágúst 2014. Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum. Samþykkt með 4 greiddum atkvæðum, Gísli Stefánsson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?