1209030
Endurskoðun aðalskipulags, sbr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
"35. gr. Endurskoðun aðalskipulags.
Þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulagsins. Um málsmeðferð á endurskoðaðri áætlun fer sem um gerð nýs aðalskipulags sé að ræða. Ef niðurstaða sveitarstjórnar er að aðalskipulagið þarfnist ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu. [Skal ákvörðun sveitarstjórnar að jafnaði liggja fyrir innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir.]1)
1)L. 59/2014, 13. gr."
Skipulags- og matslýsing - Tillaga. Dags. 30.09.2014.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lýsingin verði kynnt í samræmi 4.2.4 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.