Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

60. fundur 30. september 2014 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Sigurður Árni Leifsson aðalmaður
  • Ivan Kay Frandssen varamaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Uppbygging á reit Stofnfisks hf.

1408016

Sveitarfélagið Vogar - Vogavík.
Breyting á aðalskipulagi - 2008-2028. Deiliskipulag.
Skipulags- og matslýsing - Tillaga. Dags. 30.09.2014.
Sveitarfélagið Vogar - Vogavík. Breyting á aðalskipulagi - 2008-2028. Deiliskipulag
Skipulags- og matslýsing - Tillaga. Dags. 30.09.2014.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lýsingin verði kynnt í samræmi 4.2.4 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Umsókn um byggingarleyfi

1310012

Bygging kirkju að Minna-Knarrarnesi.
Frestað mál frá 58. fundi nefndarinnar 1. júlí 2014.
Eldri gögn málsins eru aðgengileg í fundarmannagátt undir 58. fundi.
Bygging kirkju að Minna-Knarrarnesi.
Afgreiðslu umsóknarinnar var frestað á 58. fundi nefndarinnar 1. júlí 2014.
Umsækjandi hefur lagt fram afstöðuuppdrátt, dags. 25.08.2014.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsóknin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem um óveruleg frávik er að ræða frá skilgreindri landnotkun aðalskipulags.
Umsóknin skal grenndarkynnt fyrir eigendum og íbúum Stóra-Knarrarness I og II, Stóra - Knarrarness I sumarhús og Hellum.

Nefndin áréttar að gætt verði að 15 m friðhelgun fornminja skv. umsögn Minjastofnunar dags. 14. mars 2014. Einnig þarf að athuga gólfkóta m.t.t. hækkandi sjávarstöðu sbr. bréf Skipulagsstofnunar 9. maí 2014.

3.Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

1209030

Endurskoðun aðalskipulags, sbr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
"35. gr. Endurskoðun aðalskipulags.
Þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulagsins. Um málsmeðferð á endurskoðaðri áætlun fer sem um gerð nýs aðalskipulags sé að ræða. Ef niðurstaða sveitarstjórnar er að aðalskipulagið þarfnist ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu. [Skal ákvörðun sveitarstjórnar að jafnaði liggja fyrir innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir.]1)
1)L. 59/2014, 13. gr."
Skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið.

Umræður um málið. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?