Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

56. fundur 15. apríl 2014 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Viðar Guðbjörnsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson varaformaður
  • Sigurður Árni Leifsson aðalmaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttasvæði og Aragerði deiliskipulagsbreyting 2014

1402025

Deiliskipulag íþróttasvæðis og Aragerðis. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags, breytingardags. 10.02.2014. Umfjöllun að lokinni kynningu.
Deiliskipulag íþróttasvæðis og Aragerðis. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags, breytingardags. 10.02.2014. Umfjöllun að lokinni kynningu.

Tillagan hefur verðið kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Málsmeðferð verði í samræmi 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Iðndalur deiliskipulagsbreyting 2014

1402024

Deiliskipulag Iðndals. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags, breytingardags. 11.02.2014. Umfjöllun að lokinni kynningu.
Deiliskipulag Iðndals. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags, breytingardags. 11.02.2014. Umfjöllun að lokinni kynningu.

Tillagan hefur verðið kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Málsmeðferð verði í samræmi 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Umhverfismál Sveitarfélagsins Voga

1307007

Umhirða og frágangur lóða og mannvirkja. Kynnt hvatningabréf sem hafa verið send út um tiltekt og frágang.
Umhirða og frágangur lóða og mannvirkja. Kynnt hvatningabréf sem hafa verið send út um tiltekt og frágang.

Bréfin varða umhirðu og frágang lóða, viðhald og ástand húsa, ófrágengin hús, lausafjármuni; gáma, báta, hjólhýsi og leyfislausar framkvæmdir.
Fjöldi bréfanna voru um 200 talsins og varða svipaðan fjölda fasteigna og varða m.a. ríflega 100 gáma og aðra lausafjármuni og um 100 númeralausa bíla.
Staða mála verður metin að loknum umhverfisdögum og haldið áfram að vinna einstök mál eftir þörfum í samræmi við lög og reglur.

4.Tillögur um aðalskipulag Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030

1403066

Bréf Sveitarfélagsins Garðs dags. 24.03.2014 þar sem kynnt eru drög að tillögu um aðalskipulag sveitarfélagsins 2013-2030.
Bréf Sveitarfélagsins Garðs dags. 24.03.2014 þar sem kynnt eru drög að tillögu um aðalskipulag sveitarfélagsins 2013-2030.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við tillögudrögin á þessu stigi.

5.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025

1311026

Samantekt umsagna og svara við aðalskipulagið.
Afrit bréfs Reiðveganefndar í Kjalranesþingi hinu forna, dags. 20.03.2014 vegna aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 um ósamræmi reiðleiða.
Samantekt umsagna og svara skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar við aðalskipulagið lögð fram til kynningar.
Afrit bréfs Reiðveganefndar í Kjalranesþingi hinu forna, dags. 20.03.2014 til vegna aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 um ósamræmi reiðleiða.
Í bréfinu er óskað eftir að sveitarfélögin Hafnarfjörður, Grindavík og Vogar samræmi tengingar reiðleiða sín á milli.

Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur undir erindið og beinir þvi til úrvinnslu við endurkoðun aðalskipulags.

6.Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040

1305075

Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), dags. 24.03.2014 um kynningu tillögunnar á vinnslustigi.
Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), dags. 24.03.2014 um kynningu tillögunnar á vinnslustigi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við tillöguna á þessu stigi.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?