Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga
54. fundur
21. janúar 2014 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Bergur Viðar Guðbjörnssonformaður
Oddur Ragnar Þórðarsonvaraformaður
Ingþór Guðmundssonaðalmaður
Þorvaldur Örn Árnasonaðalmaður
Sigurður Árni Leifssonaðalmaður
Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúiembættismaður
Fundargerð ritaði:Sigurður H. Valtýssonskipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður leitar afbrigða til að taka eitt mál á dagskrá, bygging áhorfendastúku við knattspyrnuvelli og er það samþykkt að taka það sem 4. mál.
1.Framkvæmdir við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd
1309019
Breyting Vegagerðarinnar á framkvæmdum við sjóvarnir, annars vegar er sjóvörnin við Narfakot lengd úr 140 m í 170 m og hinsvegar sjóvörnin við Knarrarnes úr 150 m í 200 m.
Breyting Vegagerðarinnar á framkvæmdum við sjóvarnir, annars vegar er sjóvörnin við Narfakot lengd úr 140 m í 170 m og hinsvegar sjóvörnin við Knarrarnes úr 150 m í 200 m, skv. tölvupósti og yfirlitsuppdráttum dags. 25.11.2013.
Fornleifaskráning hefur farið fram á fyrirhuguðu viðbótarframkvæmdarsvæðum, sbr. viðbót við skýrslu um deiliskráningu gerðri í desember 2013 og hefur Minjastofnun Íslands verið gerð grein fyrir henni. Niðurstaða Minjastofnunar Íslands um mótvægisaðgerðir vegna fornleifa liggur fyrir, skv. bréfi dags. 18. desember 2013.
Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð lenging breyti engu varðandi áhrif framkvæmadanna umfram þau sem lágu fyrir um ákvörðun um matskyldu stofnunarinnar frá 11. nóvember 2013.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða á framkvædunum og metur það svo að ekki sé þörf á nýju framkvæmdaleyfi vegna þeirra. Breytingarnar falli því undir framkvæmdaleyfi sem nefndin samþykkti 25. nóvember 2013 með þeim skilyrðum sem þar koma fram.
2.Umsókn um byggingarleyfi
1310012
Beiðni um stöðuleyfi fyrir 40 m² kirkju að Minna- Knarrarnesi meðan unnið er að gerð deiliskipulags.
Beiðni Birgis Þórarinssonar, skv. bréfi dags. 6. janúar 2014,um stöðuleyfi fyrir 40 m² kirkju að Minna- Knarrarnesi meðan unnið er að gerð deiliskipulags, samkvæmt áður innsendum uppdrætti og afstöðumynd.
Skv. byggingareglugerð nr. 112/2010, 2.6.1. gr. eru sérstaklega tilteknir þeir lausafjármunir sem heimilt er að veita stöðuleyfi og er kirkja ekki þar á meðal. Af þeim sökum getur umhverfis- og skipulagsnefnd ekki orðið við beiðninni.
3.Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum
0905021
Drög að áfangaskýrslu II um aðalskráningu fornleifa í Vogum en í henni eru upplýsingar um minjar sem skráðar voru árin 2011 og 2012.
Drög að áfangaskýrslu II um aðalskráningu fornleifa í Vogum en í henni eru upplýsingar um minjar sem skráðar voru árin 2011 og 2012.
Drögin lögð fram til kynningar. Nendin lýsir ánægju sinni með skýrsluna.
4.Starfsreglur fyrir Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja
1311041
Bréf formanns samvinnunefndar um svæðisskipulag á Suðurnesjum dags. 22.11.2013. Með bréfinu fylgja tillögur nefndarinnar að starfsreglum fyrir svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja.
Bréf formanns samvinnunefndar um svæðisskipulag á Suðurnesjum dags. 22.11.2013. Með bréfinu fylgja tillögur nefndarinnar að starfsreglum fyrir svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við starfsreglurnar.
5.Endurskoðun aðalskipulags 2008-2028
1209030
Tillaga bæjarráðs að hafin verði endurskoðun aðalskipulags með það að markmiði að svæðið sem afmarkast af Knarrarnesi í vestri og Auðnum í austri verði breytt úr frístundabyggð í íbúðabyggð.
Tillaga forseta bæjarstjórnar í bæjarráði þar sem lagt er til að hafin verði endurskoðun aðalskipulags með það að markmiði að svæðið sem afmarkast af Knarrarnesi í vestri og Auðnum í austri verði breytt úr frístundabyggð í íbúðabyggð. Málinu vísað til Umhverfis- og skipulagsnefndar.
Meirihluti umhverfis- og skipulagsnefndar, sem saman stendur af Bergi Viðari Guðbjörnssyni, Þorvaldi Erni Árnasyni og Ingþóri Guðmundssyni, hafnar illögunni þar sem meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé þörf á nýjum þéttbýliskjarna á núverandi skipulagstímabili, sbr. núverndi aðalskipulag.
6.Stúkubygging við knattspyrnuvelli
1401043
Umsókn um byggingarleyfi fyrir áhorfendastúku við knattspyrnuvelli skv. umsókn og greinargerð ásamt uppdráttum dags. 16.01.2014.
Umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði, tjaldsvæði og Aragerði og er þar af leiðandi ekki unnt að veita byggingarleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í að breyta deiliskipulaginu svo unnt verði að byggja áhorfendastúku.