Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga
108. fundur
19. febrúar 2019 kl. 17:30 - 18:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Áshildur Linnetformaður
Friðrik V. Árnasonvaraformaður
Davíð Harðarsonaðalmaður
Andri Rúnar Sigurðssonaðalmaður
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttiraðalmaður
Gísli Stefánssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði:Sigurður H. Valtýssonskipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.Skipulag frístundabyggðar.
1705021
Bréf Péturs Hlöðverssonar, móttekið 19.11.2018, vegna frístundalóðar nr. 26 við Breiðagerðisvík. Í bréfinu er spurt hvort fallist er á að fyrirhuguð bygging á lóðinni verði grenndarkynnt. Jafnframt er ítrekuð ósk um að grein í greinargerð aðalskipulags verði felld út.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Breyta þarf aðalskipulagi til að heimilt sé að grenndarkynna leyfisumsókn líkt og óskað er eftir. Ósk um breytingu aðalskipulags er vísað til endurskoðunar þess, sem ákveðið hefur verið að fara í. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur mikilvægt að skipuleggja svæðið sem heild. Lagt er til við bæjarstjórn að sveitarfélagið láti vinna deiliskipulag fyrir svæðið.
2.Breiðuholt 12-14, 16-18 og 20-22. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi
1902017
Fyrirspurn Sparra ehf. skv. bréfi mótt. 04.02.2019, þar sem kannað er um heimild til að breytingar á deiliskipulagi, sem felst í því að parhúsum, sem er gert ráð fyrir á lóðunum yrði breytt í 3-ja íbúða raðhús.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Með hliðsjón af heildaryfirbraqgði hverfisins er ekki fallist á breytingu deiliskipulagsins.
3.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi
1810076
Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028. Skipulagslýsing, dags. 13.02.2019.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Samþykkt að skipulagslýsingin verði kynnt í samræmi 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Erindi frá umhverfisteymi Stóru-Vogaskóla.
1812015
Erindi umhverfisteymis Stóru-Vogaskóla dags. í nóvember 2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Tekið er undir tillögur umhverfisteymisins og mikilvægi þess að unnið verði áfram við undirbúning að gerð sorpgerðis.
5.Hvassahraun II. Frágangur og umhirða lóðar
1902052
Frágangur, umgengni og uppsöfnun lausafjármuna á lóð og aðgerðir.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að umbótum í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Breyta þarf aðalskipulagi til að heimilt sé að grenndarkynna leyfisumsókn líkt og óskað er eftir. Ósk um breytingu aðalskipulags er vísað til endurskoðunar þess, sem ákveðið hefur verið að fara í. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur mikilvægt að skipuleggja svæðið sem heild. Lagt er til við bæjarstjórn að sveitarfélagið láti vinna deiliskipulag fyrir svæðið.